Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2013 | 13:45

Garcia sigraði í Thaílandi!

Spænski kylfingurinn Sergio Garcia lék lokahringinn á Thaíland Golf Championship á 4 undir pari, 68 höggum og krækti sér þar með í fyrsta sigur sinn á árinu.

Á lokahringnum fékk Garcia 6 fugla og 2 skolla og var samtals á 22 undir pari, 266 höggum.

Nr. 1 í Evrópu Henrik Stenson var líka á 68 með 5 fuglum og 1 skolla í Amata Spring Country Club, en tókst aldrei að setja Garcia undir neina alvarlega pressu.  Hann varð í 2. sæti 4 höggum á eftir Garcia á samtals 18 undir pari, 270 höggum.

Í 3. sæti varð síðan Frakkinn Alexander Levy enn 4 höggum á eftir Stenson þ.e. á 14 undir pari, 274 höggum samtals.

„Þetta var frábær, undraverð vika…. augljóslega þar sem þetta var síðasta vika ársins (sem spilað er) og að hafa Katharinu (Boehm) á pokanum hjá mér,“ sagði Garcia sem var með nýju austurrísku kærustuna sína sem kaddý.

Hún smellti á hann kossi að sigri loknum s.s. sjá má á mynd hér að neðan:

Nýja kærustuparið í golfinu: Sergio Garcia og Katharina Boehm - í forgrunni t.h. sá sem varð í 2. sæti Henrik Stenson

Nýja kærustuparið í golfinu: Sergio Garcia og Katharina Boehm – í forgrunni t.h. sá sem varð í 2. sæti Henrik Stenson

„Ég vissi að Henrik myndi verða mér erfiður. Hann hefir verið að spila svo frábærlega vel og hann gerði það líka,“ sagði Garcia. „Hann sló hvert góða höggið á fætur öðru.“

„Og síðan þegar ég fékk skolla á 7. holu varð ég að bjarga pari á 9. eftir að hafa verið óheppinn með aðhöggið. Og síðan náði ég 3 mjög mikilvægum fuglum á fyrstu 3 holunum á seinni 9 og það var þægilegt.“

Stenson sá eftir nokkrum góðum tækifærum sem runnu honum úr greipum í dag en hann var alls ekki ósáttur við heildarframmistöðu sína.

„Ég er búinn að eiga frábært ár og miðað við að ég kom hingað á bensíngufunum, þá er ekki skrítið að árangurinn sæti á sér svo að segja. En ég spilaði vel í gær og hékk inni þarna í dag, en missti nokkur góð tækifæri.“

Hér má sjá lokastöðuna á Thailand Golf Championship: 

266 _ 68-65-65-68 Sergio Garcia (ESP)

270 _ 70-67-65-68 Henrik Stenson (SWE)
274 _ 70-65-70-69 Alexander Levy (FRA)
275 _ 68-73-67-67 Charl Schwartzel (SAF), 72-69-65-69 Yuki Kono (JPN), 65-68-70-72 Justin Rose (ENG), 71-64-67-73 Anibarn Lahiri (IND)
277 _ 72-69-67-69 Chapchai Nirat (THA), 70-66-71-70 Rickie Fowler (USA)
278 _ 71-71-68-68 Thongchai Jaidee (THA), 69-73-67-69 Marcus Fraser (AUS), Gaganjeet Bhullar 66-73-69-70 (IND)
279 _ 71-72-68-68 Hunter Mahan (USA), 74-68-65-72 Chinnarat Phadungsil (THA)
280 _ 72-71-68-69 Baek Seuk-hyun (KOR), 74-68-68-70 Ryo Ishikawa (JPN), 72-71-66-71 Berry Henson (USA)
281_ 72-72-71-66 Prayad Marksaeng (THA), 69-70-72-70 Masahiro Kawamura (JPN), 75-68-67-71 Masanori Kobayashi, 64-71-73-73 Alex Cejka (GER), 69-68-71-73 Kiradech Aphibarnrat (THA), 73-69-66-73 D.A. Points (USA), 71-68-67-74 Panuphol Pittayarat (THA), 74-68-64-75 Kim Gi-whan (KOR)