
Ekki öll nótt úti enn hjá Valdísi!!!
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL lék 2. hring á lokaúrtökumóti LET – Lalla Aicha Tour School Final Qualifying – langt frá sínu besta í dag á 82 höggum og er í 88. sæti sem stendur.
ÞAÐ Á ENN EFTIR AÐ SPILA 2 HRINGI – það skyldu þeir hafa hugfast sem fljótir eru að afskrifa Valdísi Þóru.
Hlutirnir eru afar fljótir að breytast í golfi og með einum hring getur staðan breyst, það þekkja allir kylfingar!!!
Eins og staðan er nú þarf að vera á samtals 4 yfir pari samtals til þess að komast í lokahringinn. Valdís er 8 höggum frá því takmarki.
Það verður erfitt fyrir hana að vinna það upp ….. en það er ekki öll nótt úti enn!!! María Salinas (Sjá kynningu Golf 1 á Mariu Salinas með því að SMELLA HÉR: ) var á lægsta skori dagsins 67 höggum og tvo þannig hringi (eða upp á 68 að öllu óbreyttu) þarf Valdís Þóra nauðsynlega að draga fram úr erminni. Það verður erfitt, en það er ekkert vitlausara en að gefa upp von núna! Valdís Þóra hefir áður átt hring upp á 67, (sem reyndar lægsta skor hennar) og nú er bara að rifja Las Vegas upp – en það er í eyðimörk líkt og Samanah. Áfram Valdís Þóra!!!
Samkeppnin er afar hörð og margar sem þekkja völlinn í Samanah Country Club vel – eru ekki að spila þar í Lalla Aicha í fyrsta sinn- meðan að þetta er í fyrsta skipti sem Valdís Þóra er að spila hann. Margar hafa jafnframt spilað á LET og þurfa í Q-school til að endurnýja kortin sín.
Svo hörð er samkeppnin að þess ber t.a.m.að geta að ein helsta vonarstjarna Svisslendinga, hin stórefnilega Caroline Rominger er í 91. sæti á samtals 13 yfir pari, höggi á eftir Valdísi Þóru og hefir því miður átt erfiða byrjun.
Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á lokaúrtökumótinu SMELLIÐ HÉR:
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi
- júní. 25. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnkell Óskarsson – 25. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 07:00 Íslandsmót golfklúbba 2022: GA Íslands- meistari í fl. 16 ára og yngri drengja
- júní. 24. 2022 | 22:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn báðar með á Czech Ladies Open
- júní. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kaname Yokoo —-– 24. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Flory van Donck – 23. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 00:10 LIV: Tilkynnt um leikmannahóp á 2. móti sádí-arabísku ofurgolfmótaraðarinnar – Brooks Koepka og Abraham Ancer meðal keppenda!
- júní. 22. 2022 | 22:00 Ragnhildur og Perla Sól úr leik á Opna breska áhugamannamótinu
- júní. 22. 2022 | 20:00 EM einstaklinga: Hlynur T-46 e. 1. dag
- júní. 22. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kristinn J. Gíslason – 22. júní 2022
- júní. 22. 2022 | 10:00 Ragnhildur og Perla Sól keppa í 64 manna úrslitum á Opna breska áhugamannamótinu
- júní. 22. 2022 | 09:00 Brooks Koepka dregur sig úr Travelers
- júní. 21. 2022 | 20:00 GSÍ: Landslið Íslands valin fyrir EM í liðakeppni
- júní. 21. 2022 | 18:00 GSK: Drífið ykkur norður á Opna Fiskmarkaðsmótið!!!