Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2013 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Don Johnson ——– 15. desember 2013

Afmæliskylfingur dagsins er  Don Johnson. Don er fæddur 15. desember 1949 og því 64 ára í dag. Don er leikari og mikill áhugakylfingur, einn sá besti af Hollywood-genginu, með 8,3 í forgjöf. Þekktastur er Don eflaust þekktur fyrir hlutverk sitt sem „Sonny“ Crockett í Miami Vice þáttunum og fyrir að hafa verið kvæntur Melanie Griffith áður en hún giftist Antonio Banderas. Don og Melanie eiga saman dótturina Dakota. Nú í seinni tíð er Don Johnson eflaust einnig þekktur fyrir leik sinn í „Django Unchained“.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Jeev Milkha Singh, 15. desember 1971 (42 ára);  Jane Park, 15. desember 1986 (27 ára);  Nontaya Srisawang, frá Thaílandi 15. desember 1987 (26 ára) Klara Spilkova, 15. desember 1994 (19 ára)  …… og …….

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is