Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, Íslandsmeistari í höggleik kvenna 2012 – en mótið fór fram á Strandarvelli – Hellu. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2013 | 12:45

Valdís Þóra á 5 yfir pari eftir fyrri 9 á 2. degi í Marokkó

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, er nú búin að spila fyrri 9 á lokaúrtökumóti LET; Lalla Aicha Tour School Final Qualifying í Marokkó.

Í dag er leikinn golfvöllur Samanah golfklúbbsins en í gær var Al Maaden völlurinn spilaður.

Öfugt við í gær byrjaði Valdís Þóra vel, var á pari fyrstu 2 holurnar og náði síðan fugli á 3. holu sinni (12. holu Samanah vallarins). Síðan seig á ógæfuhliðina. Á 14. og 15. holum fékk hún skolla og síðan þrefaldan skolla á par-3  17. holunni og lauk síðan fyrri 9 (þ.e. 18. holu) með skolla.

Staðreyndin 5 yfir pari eftir fyrri 9.

Það er vonandi að Valdís Þóra endurtaki leikinn frá því í gær og spili mun betur seinni 9!!!

Til þess að fylgjast með gengi Valdísar Þóru í Marokkó 2. dag lokaúrtökumótsins SMELLIÐ HÉR: