Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2013 | 11:00

Greg Norman telur að hann gæti hafa sigrað Tiger

Greg Norman telur að ef hann og Tiger gætu hafa keppt jafngamlir þá myndi hann hafa unnið.

Í  löngu viðtali á Golf.com, segir Norman að bestu kylfingar allra tíma í golfinu (ens. all time greats) myndu hafa átt í erfiðleikum með hann, þ.á.m. Tiger Woods.

Grípum niður í viðtalið:

Mikið af fólki spyr hvernig ég myndi hafa staðið mig gegn bestu kylfingum dagsins í dag, ef ég hefði haft sama nútíma golfútbúnað og þeir nota.  Hlustið nú á, þetta snýst ekki um útbúnaðinn. Sigur snýst um það sem ykkur býr í hjarta og líka það sem er í hausnum á ykkur. Útbúnaðurinn segir til um hvernig þið spilið á hverjum tíma en líkamlegu og andlegu hæfileikarnir eru þeir sömu.  Og ég hafði þá. Ég var aldrei hræddur við neitt eða neina á vellinum og ég var ekki eld að hræddur um að mér myndi mistakast.  Þannig að mér myndi ganga vel gegn   Snead, Hogan, Tiger og Phil — hverjum sem er. Tiger er erfiður viðfangs, en ég var erfiður viðfangs á golfvellinum líka. Ég myndi líklega hafa unnið hann.

Norman, sem nú er 58, er e.t.v. óhræddur á golfvellinum, en hann er einkum þekktur, hvort sem það er nú rétt eða rangt fyrir að mistakast í risamótum.  Hann á aðeins tvo Grand Slam sigra í beltinu, báða á Opna breska en t.a.m. ófarir hans í Masters mótinu eru orðnar goðsagnakenndar.