Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2013 | 07:00

Íslensku PGA golfkennararnir luku leik í 22. sæti í Portúgal

Íslenskir PGA golfkennarar tóku þátt í golfmóti PGA golfkennara (International Teams Championship) sem fram fór á Onyria Palmares Alvor golfvellinum, í Algarve, Portúgal, 10.-13. desember 2013 og lauk þ.a.l. í fyrradag.

Íslensku sveitina skipuðu þeir: Hlynur Geir Hjartarson, Ingi Rúnar Gíslason og Sigurpáll Geir Sveinsson.

Sveit íslenskra PGA golfkennara varð í 22. sæti af 26 liðum sem þátt tóku.  Á besta skorinu af Íslendingunum var Hlynur Geir á samtals 28 yfir pari, 316 höggum  (82 81 74 79); næstur var Ingi Rúnar á 29 yfir pari, 317 högg (82 79 73 83) og Sigurpáll Geir rak lestina á samtals 54 yfir pari, 342 höggum (90 87 85 80).

Samtals lék íslenska sveitin á 54 yfir pari, 630 höggum (164 160 147 159), en tvö bestu skor hvers dags töldu.

Í efsta sæti varð lið Hollands skipað þeim Ralph Miller, Robin Swane og Nicolas Nube en samtals spilaði það á 3 yfir pari, 579 höggum og hlaut að sigurlaunum € 6000 eða u.þ.b. 1 milljón íslenskra króna.

Sigurlið Hollands

Sigurlið Hollands

Til þess að sjá lokastöðuna  á golfmóti PGA golfkennara SMELLIÐ HÉR: