Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2014: Stuart Manley (18/27)
Í dag verður fram haldið að kynna þá 4 stráka, sem deildu 8.-11. sæti í Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á Catalunya golfvellinum, í Girona, á Spáni, 10.-15. nóvember 2013. Þetta voru þeir James Morrison, Stuart Manley, Wade Ormsby og Connor Arendell, en af þeim hefir James Morrisson þegar verið kynntur. Allir léku þeir á samtals 12 undir pari, 416 höggum og hlutu € 4.085 í verðlaunafé. Í dag verður Stuart Manley kynntur en hann varð í 10. sæti og er þegar farinn að láta að sér kveða á Evrópumótaröðinni þar sem hann varð m.a. 2. sæti á Hong Kong Open, eftir að hafa tapað í bráðabana við Miguel Angel Jiménez og Prom Lesa meira
14 ná inn á Masters
Augusta National bætti við 14 kylfingum í keppendahóp the Masters eftir að síðasti heimslisti ársins 2013 var birtur s.l. sunnudag 15. desember. Þar með eru keppendur orðnir yfir 90 og fá þeir að keppa 10.-13. apríl 2014 og vel er mögulegt að keppendahópurinn fari yfir 100 í fyrsta skipti í nær 50 ár. Í the Masters eru fæstir keppendur af öllum fjórum risamótunum, þar sem framkvæmdaaðilar Augusta National taka það fram yfir að halda fjöldanum undir 100 til þess að upplifun allra sem þátt taka verði sem mest. Þetta er í þriðja sinn á sl. 4 árum sem keppendahópurinn hefir a.m.k. verið 90. Það voru 99 keppendur á the Masters Lesa meira
Evróputúrinn: Stenson kylfingur ársins
Árið 2013 er svo sannarlega búið að vera ár Svíans Henrik Stenson. Hann varð efstur á peningalistum beggja vegna Atlantsála – sigraði FedExCup – sigraði á DP World Tour Championship í Dubaí. Og nú bætist ein rósin í hnappagatið: Henrik Stenson var valinn kylfingur ársins á Evróputúrnum. Hann er sá fyrsti frá Svíþjóð til þess að vinna titilinn. Stenson sagði m.a. er honum var kunnugt að hann hefði verið valinn kylfingur ársins á Evrópumótamótaröðinn að þetta endurspeglaði bara „þetta stjörnuár sem ég hef átt. Þið getið kallað þetta draumakeppnistímabil, ár ævinnar, hvað sem þið viljið!“
Valdís Þóra lauk keppni á lokaúrtökumótinu í síðasta sæti
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, lauk keppni á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð kvenna í dag í 92. þ.e.a.s. síðasta sætinu. Það voru 94 sem hófu keppni að þessu sinni, en 2 drógu sig úr mótinu. Ljóst er því að Valdís Þóra er ekki í þeim 61 stúlkna hópi sem spilar á 5. og lokahringnum á morgun um eitt þeirra 30 efstu sæta, sem tryggja viðkomandi þátttökurétt á Evrópumótaröð kvenna eða LET (ens. Ladies European Tour). Niðurskurður var miðaður við samtals 7 yfir pari. Valdís Þóra lék á samtals 29 yfir pari, 317 höggum (74 82 82 79). Til þess að sjá lokastöðuna eftir 4. hringi lokaúrtökumótsins Lalla Aicha í Marokkó SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Anton Helgi Guðjónsson – 17. desember 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Anton Helgi Guðjónsson. Anton Helgi er fæddur 17. desember 1993 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Anton Helgi er klúbbmeistari Golfklúbbs Ísafjarðar (GÍ) 2013. Hann hefir jafnframt staðið sig vel í mörgum opnum mótum; af fjölmörgum dæmum mætti geta að hann sigraði á Ísnum, sjómannadagsmóti á Tungudalsvelli á Ísafirði, 3. júní 2012; hann sigraði á Þórbergsmótinu 24. júní 2012 á Litlueyrarvelli í Bíldudal; og hann var á besta skorinu í Opna klofningsmótinu hjá Golfklúbbnum Glámu á Þingeyri (GGL) 1. júlí 2012. Anton Helgi Guðjónsson (20 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Rocco Mediate, 17. desember 1962 (50 ára Lesa meira
Golfsvipmynd dagsins: Snjór yfir Augusta National
Golden Bell par-3 brautin í Amen Corner á Augusta National er líklega ein þekktasta par-3 holan í öllum heiminum. Hún er 155 yardar (142 metra) að lengd. Þetta er mjög þröngt skotmark, vatn fyrir framan, vandræði að aftan. Á þessari braut hafa skorin verið æði misjöfn, allt frá ásum til 13 högga Tom Weiskopf árið 1980. Hér er kylfuvalið erfitt. Við erum vön að sjá þessa braut blómum skrýdda á öllum hliðum í apríl á Masters mótinu, en ekki eins og á meðfylgjandi mynd þar sem Golden Bell er algerlega á kafi í snjó, en myndina tvítaði yfir-viðhaldsmaðurinn á Augusta National.
Paula Creamer trúlofuð
Bleiki pardusinn alías Paula Creamer tvítaði í gær, 16. desember 2013, að hún væri búin að trúlofa sig. Tvítið var svohljóðandi: What an amazing day yesterday!!”@ThePCreamer tweeted. “#goingtomarrythemanofmydreams #iamengaged” (Lausleg þýðing: Þvílíkur frábær dagur í gær!!“ Ég ætla að giftast manni drauma minna# ég er trúlofuð“) Paula Creamer er fædd 5. ágúst 1986 og er því 27 ára. Minna er vitað um kærasta hennar, nema hvað myndir sem fylgdu benda til að hann sé flugmaður (Sjá hér fyrir neðan). Í enskumælandi golffréttamiðlum er þó talað um leynimanninn eða ens. The Mystery-man.
Moe Norman – kylfingurinn með beinu höggin, sem fór 17 sinnum holu í höggi – (5/8)
Kanadíski kylfingurinn Murray Irwin Norman alltaf kallaður Moe var e.t.v. einn besti kylfingur heims á sínum tíma í að slá bein högg. Vegna þess hversu bein högg Moe voru var hann uppnefndur „Pipeline Moe.” Hann lenti í slysi þegar hann var 5 ára og var talið að hann hefði hlotið heilaskaða. A.m.k. varð hann aldrei eins og fólk er flest. Hann var einfari, sérvitur og mörgum fannst hann skrítinn. Hann var með ákveðnar skoðanir á golfinu. Moe átti oft erfitt í lífinu, en hann var góður karl inn við beinið. Moe gerðist atvinnumaður í golfi 1957 og sigraði í 55 mótum um ævina; átti m.a. nokkra hringi upp á 60 Lesa meira
Scott tapar á sölu fasteignar
Adam Scott tapaði stórt í fasteignaviðskiptum, nánar tiltekið við sölu á íbúð sinni. Masters sigurvegarinn (Scott) keypti umrædda eign 2004 fyrir $4.4 milljónir og seldi hana fyrir aðeins $1.94 milljónir skv. The Daily Telegraph, sem er tap upp á næstum $2.5 milljónir. Íbúðin er metin át $4.4 milljónir þannig að salan er líklega langt undir því sem Scott hefir búist við að fá. Það er yfirleitt svo að fasteignir seljist undir ásettu verði, jafnvel matsverði en að fá aðeins 50% af matsverði verður að teljast fremur klént. Spurning hvað hafi valdið að Scott tók í mál að selja á þessu verði; hann er varla á flæðiskeri staddur fjárhagslega – a.m.k. Lesa meira
Rose tekur ekki þátt í heimsmótinu í holukeppni
Justin Rose hefir gefið út að hann ætli sér ekki að taka þátt í heimsmótinu í holukeppni þ.e. WGC-Accenture Match Play Championship, þar sem houm finnst að hann þurfi að hvíla sig. Sigurvegari Opna bandaríska (Rose) hefir tilkynnt að hann ætli að hvíla kylfurnar í febrúar en það er á þeim tíma sem heimsmótið fer fram. „Ég hef hugsað mér að taka mér mánaðarfrí í kringum febrúar,“ sagði Rose í viðtali við The Telegraph. „Þetta hefir verið svo annasamt ár og ég held bara að ég þurfi að endurhlaða batteríin á þessum tíma.“ Rose vill eflaust koma ferskur til leiks á fyrsta risamóti ársins, the Masters í Augusta National í apríl, Lesa meira










