Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2013 | 12:45

Golfsvipmynd dagsins: Snjór yfir Augusta National

Golden Bell par-3 brautin í Amen Corner á Augusta National er líklega ein þekktasta par-3 holan í öllum heiminum.
Hún er 155 yardar (142 metra) að lengd.
Þetta er mjög þröngt skotmark, vatn fyrir framan, vandræði að aftan.
Á þessari braut hafa skorin verið æði misjöfn, allt frá ásum til 13 högga Tom Weiskopf árið 1980. Hér er kylfuvalið erfitt.
Við erum vön að sjá þessa braut blómum skrýdda á öllum hliðum í apríl á Masters mótinu, en ekki eins og á meðfylgjandi mynd þar sem Golden Bell er algerlega á kafi í snjó, en myndina tvítaði yfir-viðhaldsmaðurinn á Augusta National.