
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2014: Stuart Manley (18/27)
Í dag verður fram haldið að kynna þá 4 stráka, sem deildu 8.-11. sæti í Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á Catalunya golfvellinum, í Girona, á Spáni, 10.-15. nóvember 2013.
Þetta voru þeir James Morrison, Stuart Manley, Wade Ormsby og Connor Arendell, en af þeim hefir James Morrisson þegar verið kynntur.
Allir léku þeir á samtals 12 undir pari, 416 höggum og hlutu € 4.085 í verðlaunafé. Í dag verður Stuart Manley kynntur en hann varð í 10. sæti og er þegar farinn að láta að sér kveða á Evrópumótaröðinni þar sem hann varð m.a. 2. sæti á Hong Kong Open, eftir að hafa tapað í bráðabana við Miguel Angel Jiménez og Prom Meesavat og hefir þegar unnið sér inn € 82,894 (120 milljónir íslenskar krónur) á því móti!
Manley léki á (68 71 67 69 69 72).
Stuart Manley fæddist í Mountain Ash í Wales, 15. janúar 1979 og er því 34 ára. Hann býr í Aberdare í Wales og er félagi í Celtic Manor Resort.
Manley byrjaði í golfi 10 ára í Mountain Ash Golf Club í Suður-Wales vegna pabba síns, David, sem var félagi í klúbbnum. Hann gæti hafa orðið atvinnumaður í fótboltaen hann fór m.a. til reynslu 16 ára til Manchester United, Crystal Palace og Luton, en valdi golfið yfir fótboltann. Hann var m.a. í 4 ár á golfskólastyrk í West Florida University. Hann var hluti sigurliðs Walker Cup árið 2003.
Manley gerðist atvinnumaður 2003 og hefir frá þeim tíma næstum á hverju ári þurft í Q-school. Hann náði fyrst inn á Evrópumótaröðina 2004 og síðan aftur 2008 og 2010, í gegnum Q-school. Þetta er því í 4. sinn á 10 árum sem hann vinnur kortið sitt á Evrópumótaröðina í gegnum Q-school.
Manley spilaði 2013 á Áskorendamótaröðinni og vann Finnish Challenge 2013 en varð í 19. sæti á peningalista Áskorendamótaraðarinnar og komst því ekki sjálfkrafa á Evrópumótaröðina.
Manley er kvæntur konu sinni Nicole (frá árinu 2005). Loks mætti geta að meðal áhugamála hans utan golfsins er að fylgjast með fótbolta en uppáhaldslið hans eru Cardiff og Everton og auk þess finnst honum gaman að fara í bíó og ferðast.
- júní. 30. 2022 | 14:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lék á +2 á Italian Challenge Open á 1. degi
- júní. 29. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Egill Ragnar Gunnarsson – 29. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 12:00 GK: Þórdís Geirs fékk ás í Bergvíkinni!!!
- júní. 27. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: David Leadbetter – 27. júní 2022
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi