Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2013 | 09:15

Scott tapar á sölu fasteignar

Adam Scott tapaði stórt í fasteignaviðskiptum, nánar tiltekið við sölu á íbúð sinni.

Masters sigurvegarinn (Scott) keypti umrædda eign 2004 fyrir  $4.4 milljónir og seldi hana fyrir aðeins $1.94 milljónir skv.  The Daily Telegraph, sem er tap upp á næstum $2.5 milljónir.

Íbúðin er metin át $4.4 milljónir þannig að salan er líklega langt undir því sem Scott hefir búist við að fá.

Það er yfirleitt svo að fasteignir seljist undir ásettu verði, jafnvel matsverði en að fá aðeins 50% af matsverði verður að teljast fremur klént.  Spurning hvað hafi valdið að Scott tók í mál að selja á þessu verði; hann er varla á flæðiskeri staddur fjárhagslega – a.m.k. lá honum á að selja íbúðina.

Scott getur þó huggað sig við er að hann var valinn vinsælasti kylfingurinn í nýlegri vinsældarkönnun