Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2013 | 20:00

Valdís Þóra lauk keppni á lokaúrtökumótinu í síðasta sæti

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, lauk keppni á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð kvenna í dag í 92. þ.e.a.s.  síðasta sætinu.  Það voru 94 sem hófu keppni að þessu sinni, en 2 drógu sig úr mótinu.

Ljóst er því að Valdís Þóra er ekki í þeim 61 stúlkna hópi sem spilar á 5. og lokahringnum á morgun um eitt þeirra 30 efstu sæta, sem tryggja viðkomandi þátttökurétt á Evrópumótaröð kvenna eða LET (ens. Ladies European Tour).

Niðurskurður var miðaður við samtals 7 yfir pari.

Valdís Þóra lék á samtals 29 yfir pari, 317 höggum  (74 82 82 79).

Til þess að sjá lokastöðuna eftir 4. hringi lokaúrtökumótsins Lalla Aicha í Marokkó SMELLIÐ HÉR: