16. brautin á Augusta National –
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 18. 2013 | 09:00

14 ná inn á Masters

Augusta National bætti við 14 kylfingum í keppendahóp the Masters eftir að síðasti heimslisti ársins 2013 var birtur s.l. sunnudag 15. desember.

Þar með eru keppendur orðnir yfir 90 og fá þeir að keppa 10.-13. apríl 2014 og vel er mögulegt að keppendahópurinn fari yfir 100 í fyrsta skipti í nær 50 ár.

Í the Masters eru fæstir keppendur af öllum fjórum risamótunum, þar sem framkvæmdaaðilar Augusta National taka það fram yfir að halda fjöldanum undir 100 til þess að upplifun allra sem þátt taka verði sem mest.

Þetta er í þriðja sinn á sl. 4 árum sem keppendahópurinn hefir a.m.k. verið 90.

Það voru 99 keppendur á the Masters 2011, en flestir hafa þeir verið 103 árið 1966.

Þeir sem komu sér í hóp 50 eftir birtingu síðasta heimslistans voru:  Hideki Matsuyama, Thomas Björn, Jamie Donaldson, Victor Dubuisson, Gonzalo Fernandez-Castaño, Miguel Angel Jiménez, Francesco Molinari, Rickie Fowler, Matteo Manassero, David Lynn, Thongchai Jaidee, Peter Hanson, Joost Luiten og Branden Grace.