Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2013 | 09:00

Rose tekur ekki þátt í heimsmótinu í holukeppni

Justin Rose hefir gefið út að hann ætli sér ekki að taka þátt í heimsmótinu í holukeppni þ.e. WGC-Accenture Match Play Championship, þar sem houm finnst að hann þurfi að hvíla sig.

Sigurvegari Opna bandaríska (Rose) hefir tilkynnt að hann ætli að hvíla kylfurnar í febrúar en það er á þeim tíma sem heimsmótið fer fram.

„Ég hef hugsað mér að taka mér mánaðarfrí í kringum febrúar,“ sagði Rose í viðtali við The Telegraph. „Þetta hefir verið svo annasamt ár og ég held bara að ég þurfi að endurhlaða batteríin á þessum tíma.“

Rose vill eflaust koma ferskur til leiks á fyrsta risamóti ársins, the Masters í Augusta National í apríl, en skv. veðbönkum þykir hann 6. líklegastur til þess að vinna Græna Jakkann.

Þetta er annað áfallið sem skipuleggjendur heimsmótsins í holukeppni verða fyrir en áður hafa Phil Mickelson og Adam Scott tilkynnt að þeir muni ekki taka þátt.

Það er jafnframt spurningarmerki hvort Tiger taki þátt því hugur hans stendur til þess að hvetja kærestu sína, Lyndsey Vonn, sem keppir í Vetrarólympíuleikunum í Sochi, í Rússlandi.

Heimsmótið í holukeppni þ.e. WGC-Accenture Match Play Championship 2014 fer fram 19.-23. febrúar í Dove Mountain í Marana, Arizona.