Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2013 | 20:15

Evróputúrinn: Stenson kylfingur ársins

Árið 2013 er svo sannarlega búið að vera ár Svíans Henrik Stenson.

Hann varð efstur á peningalistum beggja vegna Atlantsála – sigraði FedExCup – sigraði á DP World Tour Championship í Dubaí.

Og nú bætist ein rósin í hnappagatið: Henrik Stenson var valinn kylfingur ársins á Evróputúrnum.

Hann er sá fyrsti frá Svíþjóð til þess að vinna titilinn.

Stenson sagði m.a. er honum var kunnugt að hann hefði verið valinn kylfingur ársins á Evrópumótamótaröðinn að þetta endurspeglaði bara „þetta stjörnuár sem ég hef átt. Þið getið kallað þetta draumakeppnistímabil, ár ævinnar, hvað sem þið viljið!“