Adam Scott
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2014 | 07:00

Adam Scott tekur ekki þátt í heimsmótinu í holukeppni

Masters meistarinn 2013 Adam Scott tekur þátt í móti vikunnar á PGA Tour, Tournament of Champions, sem hefst á morgun í Hawaii, en eftir það ætlar hann sér að taka 6 vikna frí og tekur þ.a.l. ekki þátt í Accenture heimsmótinu í holukeppni í Arizona.

Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 2002 að Scott sleppir því að taka þátt í heimsmótinu í holukeppni, en honum hefir aldrei gengið neitt sérlega vel í því móti.

Scott hefir þannig dottið út í fyrstu umferð s.l. 3 ár og hann hefir ekki komist lengra en í 2. umferð frá árinu 2005, en þá var mótið haldið í La Costa Resort norður við San Diego.

Adam Scott ætlar ekki bara að taka þátt í Tournament of Champions heldur verður einnig með í Sony Open í Honolulu vikunna á eftir.

Eftir það er hann sem sagt kominn í frí og snýr ekki aftur til keppni fyrr en um miðjan febrúar á Honda Classic.  Scott er sem stendur í 2. sæti heimslistans, á eftir Tiger Woods.