Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2014 | 07:30

Paul Lawrie svarar fyrir sig

Í gær var afmælisdagur Paul Lawrie, en hann varð 45 ára.  Og svona rétt til að gera daginn „skemmtilegri“ fyrir hann birtist grein á CBS Sports.com, nokkrum dögum fyrir afmælið, þar sem fremur óþekktur golffréttamaður, Evan Hilbert listar upp „10 verstu risamótssigurvegarana.“

Listinn var eftirfarandi: 

10. sæti Steve Jones (1996 US Open winner), Ian Baker-Finch (1991 Open Championship), Wayne Grady (1990 PGA Championship), Larry Mize (1987 Masters), Todd Hamilton (2004 Open Championship), Michael Campbell (2005 US Open), Rich Beem (2002 PGA Championship), 3. sæti Paul Lawrie (1999 Open Championship), Orville Moody (1969 US Open), Shaun Micheel (2003 PGA Championship).

Eftir 3. hring á Opna breska 1999 var Lawrie 10 höggum á eftir Jean van de Velde, m.a. vegna slælegs 3. hrings upp á 76 högg, en vann síðan mótið vegna þess að van de Velde „choke-aði“ á 18. holu lokahringsins í Carnoustie.

Lawrie hefir aldrei sigrað í Bandaríkjuum og hefir ekkert gengið sérstaklega vel annarsstaðar. Besti árangur hans í risamóti eftir sigurinn ´99 var árið 2012 þegar hann varð T-24 í Masters risamótinu. Eitthvað á þessa leið skrifaði Hilbert um Lawrie.

Hann leit þó þægindalega framhjá því að Lawrie hefir átt sæti í 2 sigurliðum Evrópu í Ryder Cup og hefir auk þess sigrað á Evrópumótaröðinn frá því að hann sigraði á Opna breskai. Og sú staðreynd að Lawrie hafi aldrei sigrað mót í Bandaríkjunum….. hverjum er ekki sama? Það er nú einu sinni mót haldin utan Bandaríkjanna!

Daily Record fréttamaðurinn Euan McLean hefir m.a. tjáð sig um málið og segir slíka lista sem Hilbert setur upp vera vanvirðandi fyrir þá sem þar eru taldir.

Euan m.a. bendir á að frá árinu 2001 hafi Lawrie og eiginkona hans Marian fjárfest stóran hluta af verðlaunafé Lawrie í stofnun hans sem stuðlar að uppbyggingastarfi hvað snertir unga kylfinga í norð-austur Skotlandi.  Það er þeim að þakka að u.þ.b. 10.000 ungmenni hafa byrjað í golfi þannig að ef CBS kæmi með annan lista yfir 10 atvinnumenn í golfi, sem gefið hafa mest til uppbyggingarstarfs í golfíþróttinni þá myndi Lawrie eflaust vera mun hærra listaður en í 3. sæti!

En Lawrie svaraði líka sjálfur fyrir sig á Twitter gegnum Paul Lawrie ‏@PaulLawriegolf  „Ég er að því er virðist 3. versti risamótssigurvegari frá því á 6. áratug síðustu aldar #ég samt unnið (síðan þá) #þetta hlýtur að vera bandarísk grein  og ….

Ég hætti að hafa áhyggjur af gæjum eins og þér (fréttamanninum Hilbert) fyrir löngu og vona bara að þú græðir eitthvað á greininni.