Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 6. 2014 | 18:15

Stenson gerir samning við Greens Plus

Golfstjarnan sænska, Henrik Stenson, sem átti eitt besta keppnistímabil ferils síns á síðasta ári þar sem hann varð m.a. efstur á peningalistum beggja vegna Atlantsála, heldur áfram að græða á ábatasömum styrktar- og auglýsingasamingum.

Hann hefir nú gert samning við Orange Peel Enterprises, betur þekkt sem Greens Plus og kemur Greens Plus nú inn sem sterkur nýr styrktaraðili Stenson.

Greens Plus próteinstangir

Greens Plus próteinstangir

Meðal þess sem Stenson samþykkir að gera skv. nýja styrktarsamningnum er að auglýsa vörur Greens Plus og taka þátt í allskyns uppákomum sem snúa að neytendum merkisins.

Stenson sagði m.a. eftir undirritun samnings: „Greens Plus próteinstangir hafa verið hluti af rútínu minni innan og utan vallar í mörg ár og ég er mjög ánægður með að hafa nú formlegt samband við  Greens Plus. Að viðhalda orku sinni á golfhring er mikilvægt til að ná árangri. Fyrir hvern hring geng ég úr skugga um að ég sé með golfbolta, tí og Greens Plus í golfpokanum mínum!“

Ryan Deauville, forseti Greens Plus: „Við erum mjög hrifin af því að vera með Henrik um borð. Hann er frábær fulltrúi Greens Plus lístílsins.“