Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 6. 2014 | 19:00

Frægir kylfingar: Rory hitti Will Smith á golfvellinum

Nr. 6  á heimslistanum, Rory McIlroy , rakst á Hollywood stjörnuna Will Smith á golfvelli í Dubai í gær, en þangað er hann kominn nú.

Rory er búinn að njóta þess að æfa í Ástralíu og verja tíma þar með heitkonu sinni Caroline Wozniacki, sem tekur sem stendur þátt í Sydney International tennismótinu og vann m.a. þýsku tennisstjörnuna Juliu Goerges í gær.

Skv. Irish Independent, var Smith að prófa golfsveiflu sína en hann er í fríi í Dubaí ásamt eiginkonu sinni, Jada Pinkett Smith, þegar hann hitti Rory, sem er sem segir kominn til Sameinuðu furstadæmanna, þar sem hann mun keppa á fyrsta móti sínu á árinu.

Will Smith og Jada Pinkett virtust glöð og afslöppuð á leið sinni til Dubaí fyrir viku á LAX

Will Smith og Jada Pinkett virtust glöð og afslöppuð á leið sinni til Dubaí fyrir viku á LAX

Rory spjallaði svolítið við Will og síðan var tekin mynd af köppunum. Rory tvítaði síðan myndina af þeim félögum með eftirfarandi texta:

„Met the fresh prince aka Will Smith today at the golf course. Great guy and a good golf swing!“

(Lausleg þýðing hitti prinsinn ferska (uppnefni Will) Will Smith í dag á golfvellinum.  Frábær náungi með góða sveiflu!“