Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 6. 2014 | 13:30

Williams enn sár við Tiger fyrir að hafa rekið sig

Steve Williams er enn sár eftir skilnaðinn við Tiger Woods, nú þegar hann hefur síðasta fulla keppnistímabil sitt sem kylfuberi.

Williams, 50 ára, hóf starf sitt við að bera poka Tiger árið 1999 og saman unnu þeir 14 risatitla.

Samband þeirra fór út um þúfur þegar Williams vann sem kylfusveinn hjá Adam Scott árið 2011 þegar Tiger var meiddur. Williams heldur því fram að Tiger hafi gefið leyfi sitt til þessa en þetta var bara upphafið á endinum.

„Það sem olli vonbrigðum mínum var að hann heldur því fram að hafa rekið mig á AT&T (National),“ sagði Williams. „Hann gerði það ekki. Hann rak mig með símhringingu eftir Opna bandaríska. Ég fór á  AT&T vitandi að ég starfaði ekki lengur fyrir Tiger). Það er bara staðreynd.“

Williams var á pokanum hjá Adam Scott þegar hann vann the Masters í apríl 2013 og hann er mjög hrifinn af hæfni Scott.

„Adam er miklu afslappaðri yfir öllu, á meðan að ef allt fellur ekki með Tiger þá getur hringurinn orðið ansi erfiður suma daga,“ bætti hann við.

„Eftir að hafa séð Tiger spila á stigi golfleiksins sem að sögn enginn annar hefir spilað á og koma síðan til Adam, sem hefir mikla hæfileika þá tel ég að Adam geti spilað á jafnvel enn hærra plani en hann gerir í dag,“  segir Williams.

Williams upplýsti að árið 2014 yrði síðasta ár hans í fullu starfi sem kaddý.

„Það fyrsta sem kom í hugann (eftir að Adam Scott vann the Masters) var „Nú er ég búinn að ná öllu“.  Ég fór að kaddýast fyrir Adam með þann ásetning að ég vildi koma honum til að sigra í risamóti … og það gerðist,“ útskýrði Williams.

„Mér fannst að það væri fullkomin leið itl að enda feril minn….. innst, innst, innst inni í mér var það sem ég vildi gera, að enginn sæji mig kaddýast aftur.“

En talað var um fyrir Williams af vinum hans og hver veit svo sem hvað Scott nær á næsta keppnistímabili?

„Þetta var erfið ákvörðun,“ sagði Willams. „Þannig að [2014) er síðasta árið mitt í fullu starfi sem kaddý. Ef Adam samþykkir og við höfum talað um það mun ég kaddýast fyrir hann frá Doral og að Tour Championship 2015 og síðan er ég hættur.“