Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 6. 2014 | 10:00

PGA: 3 leiða eftir 3. dag í Hawaii

Það eru 3 sem leiða eftir 3. dag Tournament of Champions á Kapalua, Hawaii: Jordan Spieth, Dustin Johnson og Webb Simpson.

Allir eru þessir kappar búnir að spila á samtals 14 undir pari, 205 höggum; Simpson (66 71 68); Johnson (70 66 69) og Spieth (66 70 69).

Einn í 4. sæti 2 höggum á eftir þ.e. á samtals 12 undir pari, 207 er 2007 Masters meistarinn Zach Johnson.

Það þarf að fara allt niður í 9. sæti til að finna kylfing utan Bandaríkjanna, þ.e. Adam Scott, en hins vegar eru aðeins 4 kylfingar utan Bandaríkjanna, sem sigruðu á PGA Tour 2013 og taka því þátt í mótinu en það eru auk Scott: Svíinn Jonas Blixt, Sang Moon Bae frá Suður-Kóreu  og Skotinn Martin Laird.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á TOC SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á TOC SMELLIÐ HÉR: