Golfútbúnaður: Nýi FJ DNA golfskórinn
Það er að koma á markað nýr golfskór í byrjun mars, FootJoy DNA, en DNA stendur fyrir „DryJoys Next Advancement.“ Skórinn stendur fyllilega undir nafni því það er hrein gleði að vera í honum. FootJoy hefir tekist afar vel að hanna klassískan golfskó með hreinum línum, sem er hvítur í grunninn en hægt er að velja um 5 mismunandi litatilbrigði: Efra byrði skósins er úr mjúku Pittard leðri, sem er vatnsvarið en er ekki með fráhrindihimnu þannig að skórinn „andar“ líka. Það þarf lítið að ganga þessa skó til og flestir geta farið út á völl í þeim beint úr boxinu. Leðrið er með fallega kornótta áferð framan á skónum, Lesa meira
Daly fékk ekki bíl fyrir „ásinn“
Það eru fáir jafn óheppnir og John Daly. Nú hefir komið í ljós að höggið góða sem hann sló með nýja Callaway 9-járninu sínu á 7. braut í Pro-Am hluta Humana mótsins, var 2. högg hans af teig og þar að auki með annarri kylfu (þ.e. nýju Callaway kylfunni) og því fær hann víti og Callaway kylfuhöggið því 3. högg hans af teig. Daly hlýtur því ekki fína Hyundai Equus bílinn s.s. Golf 1 og fleiri miðlar m.a. bandaríska PGA greindu frá í gær. Spurning hvort um svindl Daly sé að ræða a.m.k. mátti honum vera ljóst að höggið af teig var 2. högg hans og því ekki um ás Lesa meira
GÞ: Aðalfundur fer fram 21. jan n.k.
Aðalfundur Golfklúbbs Þorlákshafnar (GÞ) fyrir starfsárið 2013 verður haldinn i Golfskálanum i Þorlákshöfn þriðjudaginn 21. janúar 2014 og hefst kl. 20.00. Dagskrá fundarins: Kosning fundarstjóra og fundarritara. Skýrsla stjórnar og skýrslur nefnda. Lagður fram ársreikningur félagsins til afgreiðslu. Umræður um skýrslur og ársreikning, atkvæðagreiðsla um ársreikning. Lagabreytingar, drög að nýjum lögum GÞ kynnt og borin undir atkvæði. Kosning stjórnar og skoðunarmanna. Tilnefning og kosning nefndarformanna. Ákvörðun árgjalds. Kynning á tillögu um framtíðarskipulag Þorláksvallar, Edwin Roald. Önnur mál.
Mickelson öruggur um Grand Slam
Kylfingar sem ná Grand Slam-i eru sjaldgæfir, þ.e. kylfingar sem unnið hafa í öllum 4 risamótunum. Phil Mickelson er öruggur um að sér muni takast að verða einn þeirra kylfinga, en hann hefir nú þegar sigrað á PGA Championship mótinu, þrívegis á the Masters og tókst að næla sér í Opna breska titilinn á síðasta ári. Allt sem hann vantar til að ná Grand Slam er sigur á Opna bandaríska. Í því móti hefir hann ítrekað orðið í 2. sæti nú á síðasta ári á eftir Justin Rose. „Ég trúi því að ég muni sigra á Opna bandaríska,“ sagði Mickelson á blaðamannafundi í aðdraganda Abu Dhabi HSBC Golf Championship. „Ég veit Lesa meira
Úlfar: „Áhuginn er til staðar“
Í gær bárust þær gleðifréttir að Úlfar Jónsson myndi starfa áfram sem landsliðsþjálfari íslenska golflandsliðsins. Golf 1 tók stutt viðtal við Úlfar í dag. Golf 1: Af hverju hættirðu við að hætta sem landsliðsþjálfari? Úlfar: „Áhuginn á landsliðsverkefnum er og var alltaf til staðar. Þetta var aldrei út af launum. Þetta var bara orðið gífurlegt álag, en ég er í fullu starfi sem íþróttastjóri GKG, líka. Það náðust samningar við GSÍ og það verða fleiri sem koma að þessu með mér.“ Golf 1: Hverjir koma til með að starfa með þér? Úlfar: „Þeir verða kynntir síðar, en það eru nokkrir aðilar. Það hafa alltaf verið nokkrir aðilar sem koma að Lesa meira
Ólafur á 68 höggum e. 1. dag
Ólafur Björn Loftsson, NK., hóf í dag leik í móti á NGA mótaröðinni í Orlando. Ólafur Björn lék 1. hring á 3 undir pari, 68 höggum. Þátttakendur í mótinu eru 53 og deilir Ólafur Björn 11. sætinu með 7 öðrum (þ.e. er í 11.-18. sæti eftir 1. dag) og er rétt fyrir ofan niðurskurðarlínu. Það er því mikilvægt að ná góðu skori á morgun Þeir sem eru í efstu sætum eru Kanadamaðurinn Cristopher Ross og heimamaðurinn Phillip Mollica, sem báðir spiluðu í dag á 64 höggum. Það munar því aðeins 4 höggum á 1. og 18. sæti, sem sýnir hversu gríðarlega hörð keppnin er. Til þess að sjá stöðuna á Lesa meira
Atvinnumenn sitja fyrir
Þegar atvinnumenn í golfi fá himinháar fjárhæðir til þess að mæta í mót, þá er ýmislegt sem þeir verða að láta ganga yfir sig. Eitt af því er að sitja fyrir í allskyns myndatökum, misjafnlega gáfulegum með misjafnlega golflega fylgihluti á myndunum. Golf Channel hefir tekið saman nokkrar uppáhalds myndir af atvinnumönnum, sem sitja fyrir í skrítnum myndatökum. Sumar myndirnar eru bara hreinlega sætar eins og myndin af Jason Dufner með koala björninn eða þessi hér að ofan af Phil Mickelson. Hér má sjá myndirnar þar sem atvinnumenn í golfi eru fyrirsætur í myndatökum í aðdraganda ýmissa stórmóta þar sem þeir hafa oft á tíðum þegið himinháar fjárhæðir fyrir, oft Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Smári Þorsteinsson – 14. janúar 2014
Það er Gunnar Smári Þorsteinsson, GR, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hann fæddist 14. janúar 1996 og er því 18 ára í dag. Gunnar Smári hefir frá unga aldri spilað golf, varð t.a.m. í 2. sæti í sínum flokkki (12 ára og yngri pollar) á eftir Kristni Reyr Sigurðssyni í meistaramóti GR, 2008. Hann sigraði strákaflokk í 2. móti Arionbankamótaraðar unglinga að Korpúlfsstöðum, sem fór fram 5. -6. júní 2010. Og í Íslandsmóti unglinga í holukeppni 2010 setti hann nýtt vallarmet í Leirunni, -3 eða 69 högg og sló þar með út 15-16 ára gamalt met sem Örn Ævar setti á sínum tíma. Hér er aðeins fátt eitt talið af afrekum Gunnars Smára Lesa meira
Golfsvipmynd dagsins: María Verchenova
Golfsvipmynd dagsins er af rússneska kylfingnum Maríu Verchenovu, 27 ára, sem valin var besti rússneski kvenkylfingurinn árin 2004 og 2006. Verchenova er fyrsti rússneski kvenkylfingurinn til þess að spila á LET (þ.e. Evrópumótaröð kvenna) og hún spilaði 2011 keppnistímabilið. Árið 2012 tók Verchenova sér frí og átti fyrsta barn sitt, dótturina Maríu og var algerlega frá keppnum. Hún byrjaði að æfa aftur í lok árs 2012 og 2013 og vonandi fáum við von bráðar aftur að sjá hana keppa. Hún hefir ítrekað verið talin ein af kynþokkafyllstu kylfingum heims. Golfsvipmynd dagsins er af Maríu þar sem hún var í afslöppun í Balí í jólafríinu 2013 (gaman að sjá þá grænu Lesa meira
Fylgist með Ólafi Lofts á West Orange CC í Flórída í dag
Ólafur Björn Loftsson, NK, mun á næstunni taka þátt í úrtökumóti fyrir PGA Tour Latino América, þ.e. suður-amerísku mótaröðinni. Í dag hefur hann hins vegar leik í móti á NGA mótaröðinni í Orlando, nánar tiltekið í West Orange CC, til þess að komast í spilaform og vera vel undirbúinn fyrir þá suður-amerísku, en 5 efstu af þeirri mótaröð hljóta þátttökurétt á Web.com mótaröðinni, sem er sem stendur eini aðgangurinn að bestu mótaröð heims, PGA Tour. Fylgjast má með gengi Ólafs Björns í West Orange CC með því að SMELLA HÉR: Ólafur Björn segir eftirfarandi um ofangreint á facebook síðu sinni: „Kominn til Orlando, tilbúinn til að hefja nýtt keppnistímabil. Ég Lesa meira










