
Fylgist með Ólafi Lofts á West Orange CC í Flórída í dag
Ólafur Björn Loftsson, NK, mun á næstunni taka þátt í úrtökumóti fyrir PGA Tour Latino América, þ.e. suður-amerísku mótaröðinni.
Í dag hefur hann hins vegar leik í móti á NGA mótaröðinni í Orlando, nánar tiltekið í West Orange CC, til þess að komast í spilaform og vera vel undirbúinn fyrir þá suður-amerísku, en 5 efstu af þeirri mótaröð hljóta þátttökurétt á Web.com mótaröðinni, sem er sem stendur eini aðgangurinn að bestu mótaröð heims, PGA Tour.
Fylgjast má með gengi Ólafs Björns í West Orange CC með því að SMELLA HÉR:
Ólafur Björn segir eftirfarandi um ofangreint á facebook síðu sinni:
„Kominn til Orlando, tilbúinn til að hefja nýtt keppnistímabil. Ég hef lagt afar hart að mér að undanförnu og hlakka til að takast á við næstu verkefni.
Ég hef ákveðið að taka þátt í úrtökumóti fyrir PGA Tour Latinoamérica sem er Suður-Ameríska mótaröðin í golfi. Mótið fer fram 21.-24. janúar í Flórída og taka 132 kylfingar þátt á þessum stað. 20 efstu vinna sér inn þátttökurétt á mótaröðinni sem hefst í Kólumbíu í febrúar.
Efstu fimm leikmennirnir á peningalista PGA Tour Latinoamérica í árslok öðlast þátttökurétt á Web.com mótaröðinni í Bandaríkjunum sem er næsta mótaröð fyrir neðan PGA mótaröðina.
Ég stefni að því að spila mikið á næstu dögum og komast í gott leikform. Ég er til að mynda skráður til leiks í þriggja daga móti á NGA mótaröðinni sem hefst á þriðjudaginn í Orlando.
Ég vil nýta tækifærið og þakka öllum mínum stuðnings- og styrktaraðilum fyrir frábæran stuðning á síðasta ári. Ég fer inn í nýtt tímabil fullur sjálfstrausts og tilhlökkunar.“
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi
- júní. 25. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnkell Óskarsson – 25. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 07:00 Íslandsmót golfklúbba 2022: GA Íslands- meistari í fl. 16 ára og yngri drengja
- júní. 24. 2022 | 22:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn báðar með á Czech Ladies Open
- júní. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kaname Yokoo —-– 24. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Flory van Donck – 23. júní 2022