Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2014 | 13:00

Golfsvipmynd dagsins: María Verchenova

Golfsvipmynd dagsins er af rússneska kylfingnum Maríu Verchenovu, 27 ára, sem valin var besti rússneski kvenkylfingurinn árin 2004 og 2006.

Verchenova er fyrsti rússneski kvenkylfingurinn til þess að spila á LET (þ.e. Evrópumótaröð kvenna) og hún spilaði 2011 keppnistímabilið.

Árið 2012 tók Verchenova sér frí og átti fyrsta barn sitt, dótturina Maríu og var algerlega frá keppnum.

Í lok árs 2012 - sneri María sér aftur að æfingum - með dóttur sína sem áhorfanda

Í lok árs 2012 – sneri María sér aftur að æfingum – með dóttur sína sem áhorfanda

Hún byrjaði að æfa aftur í lok árs 2012 og 2013 og vonandi fáum við von bráðar aftur að sjá hana keppa.  Hún hefir ítrekað verið talin ein af kynþokkafyllstu kylfingum heims.

Golfsvipmynd dagsins er af Maríu þar sem hún var í afslöppun í Balí í jólafríinu 2013 (gaman að sjá þá grænu mynd meðan allt er hvítt, kalt og í klaka og stormi hér á Fróni) og hér að neðan fylgir enn ein myndin af Maríu sem er sú síðasta sem hún póstaði af sér á facebook síðu sína en þar segir (án farða – alveg satt!):

Án farða: María Verchnova

Án farða: María Verchnova