John Daly klæddist litríkum golffatnaði að vanda á Sony Open 2014
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2014 | 08:00

Daly fékk ekki bíl fyrir „ásinn“

Það eru fáir jafn óheppnir og John Daly.

Nú hefir komið í ljós að höggið góða sem hann sló með nýja Callaway 9-járninu sínu á 7. braut í Pro-Am hluta Humana mótsins, var 2. högg hans af teig og þar að auki  með annarri kylfu (þ.e. nýju Callaway kylfunni) og því fær hann víti og Callaway kylfuhöggið því 3. högg hans af teig.

Daly hlýtur því ekki fína Hyundai Equus bílinn s.s. Golf 1 og fleiri miðlar m.a. bandaríska PGA greindu frá í gær.

Spurning hvort um svindl Daly sé að ræða a.m.k. mátti honum vera ljóst að höggið af teig var 2. högg hans og því ekki um ás að ræða.

Eftir að honum var fagnað sem hann hefði farið holu í höggi sagði Daly m.a. að bíllinn kæmi sér vel því nú gæti hann farið í bíltúr með börnum hans 3 sem voru að fylgjast með honum.