Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2014 | 18:00

Atvinnumenn sitja fyrir

Þegar atvinnumenn í golfi fá himinháar fjárhæðir til þess að mæta í mót, þá er ýmislegt sem þeir verða að láta ganga yfir sig.

Eitt af því er að sitja fyrir í allskyns myndatökum, misjafnlega gáfulegum með misjafnlega golflega fylgihluti á myndunum.

Golf Channel hefir tekið saman nokkrar uppáhalds myndir af atvinnumönnum, sem sitja fyrir í skrítnum myndatökum.

Sumar myndirnar eru bara hreinlega sætar eins og myndin af Jason Dufner með koala björninn eða þessi hér að ofan af Phil Mickelson.

Hér má sjá myndirnar þar sem atvinnumenn í golfi eru fyrirsætur í myndatökum í aðdraganda ýmissa stórmóta þar sem þeir hafa oft á tíðum þegið himinháar fjárhæðir fyrir, oft fyrir það eitt að mæta. Sjá myndirnar með því að SMELLA HÉR: