Ólafur Björn Loftsson, NK. Foto gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2014 | 19:45

Ólafur á 68 höggum e. 1. dag

Ólafur Björn Loftsson, NK., hóf í dag leik í móti á  NGA mótaröðinni í Orlando.

Ólafur Björn lék 1. hring á 3 undir pari, 68 höggum.

Þátttakendur í mótinu eru 53 og deilir Ólafur Björn 11. sætinu með 7 öðrum (þ.e. er í 11.-18. sæti eftir 1. dag) og er rétt fyrir ofan niðurskurðarlínu.

Það er því mikilvægt að ná góðu skori á morgun

Þeir sem eru í efstu sætum eru Kanadamaðurinn Cristopher Ross og heimamaðurinn Phillip Mollica, sem báðir spiluðu í dag á 64 höggum.  Það munar því aðeins 4 höggum á 1. og 18. sæti, sem sýnir hversu gríðarlega hörð keppnin er.

Til þess að sjá stöðuna á West Orange CC  SMELLIÐ HÉR: