Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2014 | 17:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Smári Þorsteinsson – 14. janúar 2014

Það er Gunnar Smári Þorsteinsson, GR, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hann fæddist 14. janúar 1996 og er því 18 ára í dag.

Gunnar Smári

Gunnar Smári

Gunnar Smári hefir frá unga aldri spilað golf, varð t.a.m. í 2. sæti  í sínum flokkki (12 ára og yngri pollar) á eftir Kristni Reyr Sigurðssyni í meistaramóti GR, 2008.  Hann sigraði strákaflokk í 2. móti Arionbankamótaraðar unglinga að Korpúlfsstöðum, sem fór fram 5. -6. júní 2010. Og í Íslandsmóti unglinga í holukeppni 2010 setti hann nýtt vallarmet í Leirunni, -3 eða 69 högg og sló þar með út 15-16 ára gamalt met sem Örn Ævar setti á sínum tíma. Hér er aðeins fátt eitt talið af afrekum Gunnars Smára á golfsviðinu. Foreldrar Gunnars Smára eru Herdís Björg Rafnsdóttir og Þorsteinn G. Gunnarsson og hann á einn bróður,  Rafn Viðar.

Komast má á facebook síðu Gunnars Smára til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér fyrir neðan

Gunnar Smári Þorsteinsson (18 ára)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.:  John Paul Cain, 14. janúar 1936 (78 ára);  CL “Gibby” Gilbert Jr., 14. janúar 1941 (73 árs);  Graham Vivian Marsh 14. janúar 1944 (70 ára stórafmæli!!!);  Tom Sieckmann, 14. janúar 1955 (59 ára) ….. og ……

Hrönn Harðardóttir

Elin Henriksen

 

Kaffi Zimsen

Félagsmiðstöðin Ásinn (33 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is