Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2014 | 07:30

Mickelson öruggur um Grand Slam

Kylfingar sem ná Grand Slam-i eru sjaldgæfir, þ.e. kylfingar sem unnið hafa í öllum 4 risamótunum.

Phil Mickelson er öruggur um að sér muni takast að verða einn þeirra kylfinga, en hann hefir nú þegar sigrað á PGA Championship mótinu, þrívegis á the Masters og tókst að næla sér í Opna breska titilinn á síðasta ári.

Allt sem hann vantar til að ná Grand Slam er sigur á Opna bandaríska. Í því móti hefir hann ítrekað orðið í 2. sæti nú á síðasta ári á eftir Justin Rose.

„Ég trúi því að ég muni sigra á Opna bandaríska,“ sagði Mickelson á blaðamannafundi í aðdraganda Abu Dhabi HSBC Golf Championship. „Ég veit ekki hvort það verður í Pinehurst á þessu ári, það gæti vel verið, eða í framtíðinni.

„En ég hef spilað vel í því móti of oft til þess að trúa því ekki eða vera ekki sjálfsörugur um hæfni mína til að ná að sigra í þvi móti!“

Eins kom fram hjá Mickelson að hann myndi gjarna vilja vera í Ryder liðinu bandaríska: „Að vera hluti af sigurliði á Gleneagles myndi vera virkilega sérstakt,“ sagði hann. „Ég hélt að við myndum sigra á síðasta mótinu, en við létum það okkur úr greipum renna, við gáfum frá okkur 4 stiga forystu.“

„Ég held að ef okkur tækist að sigra þessa vikuna, þá myndi það vera virkilega gott, ekki bara fyrir Bandaríkin heldur líka mótið almennt vegna þess að okkur hefir ekkert gengið of vel í því (Ryder bikarnum).“