Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2014 | 17:30

Hjón fá ás á sama hring

„Líkurnar eru víst 17 milljónir á móti 1 að svona nokkuð gerist ,“sagði Sandy Wechsler eftir að hún fékk ás á Desert Trails golfvellinum í Sun City, Arizona, sem er par-61 golfvöllur (Sjá með því að SMELLA HÉR: )

Það sem Sandy átti við var að hún og eiginmaður hennar Ted fóru bæði holu í höggi á sama hringnum 15. desember s.l.

„Ég samgladdist honum að nokkru, en ég var líka reið að þetta var ekki ég,“ sagði Sandy Wechsler við KTVK, sem er lítil sjónvarpsstöð í Phoenix, Arizona.  „Ég var afbrýðissöm…. mig langaði líka í ás.“

Og þannig var það að Ted fékk ás eftir að slá með 6-járninu sínu á 146 yarda (133 metra) 14. holu vallarins og eiginkona hans, Sandy fékk ásinn sinn á 86 yarda (78 metra) á 17. holu vallarins þegar hún sló með 9-unni sinni.

Wechsler hjónin geymdu bæði happaboltana sína og skorkortin fínu með ásunum.

Til þess að sjá myndskeið frá viðtali KTVK sjónvarpsstöðvarinnar við Wechsler hjónin SMELLIÐ HÉR: