Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2014 | 15:30

Evróputúrinn: 3 leiða eftir 1. dag í Abu Dhabi

Það eru þrír kylfingar sem leiða á Abu Dhabi HSBC Golf Championship, sem hófst í dag í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Þetta eru Spánverjinn Rafa Cabrera Bello, Frakkinn Romain Wattel og Englendingurinn Matthew Baldvin.

Allir spiluðu þeir á 5 undir pari, 67 höggum.

Aðeins 1 höggi á eftir eru 7 kylfingar; þ.á.m. Hollendingurinn Joost Luiten.  8 kylfingar deila síðan 11. sætinu á 3 undir pari, 69 höggum en þ.á.m. er m.a. Spánverjinn Pablo Larrazabal.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Abu Dhabi HSBC Golf Championship SMELLIÐ HÉR: 

Sjá má högg dagsins á 1. degi Abu Dhabi HSBC Golf Championship með því að SMELLA HÉR: