Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2014 | 17:00

Þjófur stöðvaður með golfkúlu – Myndskeið

Það eru fleiri sem mættu gera jafnskemmtilegar auglýsingar og Nescafé.

Í nýjustu Nescafé auglýsingunni mætti ætla að jafnframt sé verið að auglýsa frumlegar aðferðir í glæpavörnum.

Í meðfylgjandi myndskeið sést maður þrífa handtösku af konu sem er á göngu á golfbílastíg á golfvelli.

Maður sem er á teig gerir sér lítið fyrir og slær þjófinn niður með því að dúndra golfkúlu í hann – góð æfing að hitta á skotmark á hreyfingu! …. en reyndar til lítillar eftirbreytni nema kannski í þessu tilviki.  Það á í raun í engum tilvikum að slá golfboltum í aðra sem eru á vellinum.

En eftir allt er þetta bara auglýsing, sem gaman er að horfa á SMELLIÐ HÉR: