Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2014 | 20:30

Evróputúrinn: Coetzee leiðir eftir 1. dag Qatar Masters

Mót vikunnar á Evróputúrnum er Commercial Bank Qatar Masters. Það er Suður-Afríkumaðurinn George Coetzee, sem leiðir eftir 1. dag, spilaði á 8 undir pari, 64 höggum. Landi hans Dawie Van Der Walt og Englendingurinn Steve Webster eru í 2. sæti á 7 undir pari, 65 höggum. Fjórir eru í 4. sæti þ.á.m. Rafa Cabrera Bello frá Gran Kanaría, en allir eru þessir 4 á 6 undir pari, 66 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Commercial Bank Qatar Masters SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 1. dags Commercial Bank Qatar Masters SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Brynjar Kristinsson – 22. janúar 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG. Hann fæddist 22. janúar 1985 og er því 29 ára í dag. Alfreð Brynjar kemur úr mikilli golffjölskyldu; sonur hjónanna Kristins J. Gíslasonar, verkfræðings og Elísabetar M. Erlendsdóttur, ljósmóður. Alfreð á 4 systkini, Elínborgu, Lóu Kristínu, Kristinn Jósep og Ólafíu Þórunni, en síðastnefnda systir Alfreðs Brynjars er  3-faldur Íslandsmeistari í golfi 2011 og núverandi Íslandsmeistari í holukeppni (2013) og stundar nú nám og er  í golfliði Wake Forest háskólans í Bandaríkjunum, sem þykir einn allrabesti golfháskólinn. Alfreð Brynjar bjó í Danmörku í 10 ár. Hann byrjaði 12 ára gamall í golfi, vegna þess að hann vildi spila við föður sinn, Kristinn, sem alltaf var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2014 | 14:00

GÁS: Sigurjón endurkjörinn formaður – félagsgjald kr. 7.400,-

Aðalfundur golfklúbbs Ásatúns,var haldinn laugardaginn 18. janúar 2014 í Golfskálanum Snússu, Ásatúni. Sigurjón Harðarson var endurkjörinn formaður, ásamt allri fráfarandi stjórn. Fjármál Golfklúbbsins eru í góðu jafnvægi, en rekstur vallarins er með talsverðum undirballance. Er það von þeirra í GÁS að veðrið verði hagstæðara við GÁS og aðra landsmenn í sumar, þannig að hægt verði að snúa þessu við. Ákveðið var á aðalfundi að börn yngri en 14 ára fái að spila frítt, séu þau í fylgd fullorðina. Félagsgjald án vallargjalda verður 7.400 kr fyrir árið 2014 og verður einn 9 holu hringur innifalinn á Ásatúnsvelli. Toppmótið er sett á 2. ágúst.þ.e. laugardaginn, Verslunarmannahelgina. Einnig verður Jónsmessumót og eitt punktamót til viðbótar. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2014 | 12:00

Tiger: „Ég er ekki hættur“

Nr. 1 á heimslistanum, Tiger Woods, er nú orðinn 38 ára og er að hefja 18. keppnistímabil sitt á PGA Tour. Á þessum árum hefir Tiger furðulega lítið breyst, golfleikur hans er sem fyrr góður og í viðtölum við blaðamenn mistalar hann sig varla – er varkár og orðvar. „Ég ætla að halda áfram sama hver talan er, ég er stoltur af því,“ sagði Tiger um hvort aldurinn myndi ekki draga úr líkum hans á að sigra í risamótum. „Ég er ekki hættur,“ bætti hann svo við. Nú þegar hann er að hefja 18. keppnistímabilið á PGA Tour á Farmers Insurance Open (23.-26. janúar 2014) hefir hann sigrað í 79 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2014 | 11:00

Myndir af Old Tom Morris seldust á 15 milljónir

Golfantíkmarkaðurinn blómstrar og nú s.l. sunnudag hélt  i Green Jacket Auctions uppboð á gömlum golf minjagripum. Það sem þótti meðal þess eftirsóknarverðasta voru 42 ljósmyndir úr persónulegri eigu Old Tom Morris.  Sjá kynningu Golf 1 á Tom Morris eldri með því að SMELLA HÉR OLD TOM MORRIS NR 1:  og SMELLA HÉR OLD TOM MORRIS NR 2:  SMELLA HÉR Á YOUNG TOM MORRIS NR: 1; SMELLA HÉR Á YOUNG TOM MORRIS NR: 2; SMELLA HÉR Á YOUNG TOM MORRIS NR: 3 Ljósmyndirnar fundust kringum árið 1900 í gömlu fjárhúsi og hafa síðan gengið undir nafninu „fjárhúsfundurinn“. Þær seldust á $118,084, (u.þ.b. 15 milljónir íslenskra króna) sem sýnir aftur hversu verðmætir golfminjamunir geta verið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2014 | 10:30

Matt Kuchar tekur fjölskylduna með

Bandaríski kylfingurinn Matt Kuchar er nr. 8 á heimslistanum. „Líf hans er eitt allsherjar ferðalag,“ segir vinur Matt Kuchar, Gary Woodland, en Guði sé lof er hann ekki einn á því ferðalagi. Með honum í för, hvert sem hann fer eru eiginkona hans Sybi og synir hans Cameron, 6 ára og Carson, 4 ára. Saman hafa þau ferðast í ystu kima veraldarinnar, allsstaðar þangað sem mót PGA mótaraðarinnar eru haldin. „Það er gaman að hafa fólk til að deila reynslu sinni með,“ sagði Kuchar. „Ef maður vinnur golfmót, þá vill maður hafa konuna sína og krakkana hlaupandi á flötina til þess að samfagna. Það væri fúll endir á sunnudeginum að fá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2014 | 10:00

Sólskinstúrinn: Fyrstu suður-afrísku tvíburarnir í golfatvinnumennsku

Ef Louis Taylor og tvíburabróðir hans Eddie komast báðir í gegnum úrtökumót, sem fram fer þessa viku, til þess að spila á Sólskinstúrnum, en úrtökumótið fer fram í  Bloemfontein golfklúbbnum og  Schoeman Park golfklúbbnum, þá munu þeir verða fyrstu suður-afrísku tvíburnarnir í golfatvinnumennsku. Louis hefir þegar vakið athygli á sér en hann hlaut Freddie Tait Cup fyrir að vera efstur áhugamanna í Opna suður-afríska meistaramótinu (ens. South African Open Championship) s.l. nóvember og var þá eini áhugamaðurinn til þess að ná niðurskurði. Hann lék á samtals 1 yfir pari, 289 höggum og var með lokahring upp á 78; en í mótinu vann Daninn  Morten Örum Madsen „Ég er svo þakklátur að suður-afríska golfsambandið veitti mér tækifæri Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2014 | 09:30

Clarke dregur sig úr Qatar Masters

Darren Clarke tilkynnti í dag að hann muni ekki taka þátt í móti vikunnar á Evróputúrnum: Qatar Masters. Það eru meiðsl fyrir bringu og í brjósti sem urðu til þess að Darren Clarke dró sig úr Qatar Masters, en hann meiddist við æfingu  á æfingasvæði Doha golfklúbbsins, eftir Pro-Am hluta mótsins í gær. Clarke kom á æfingasvæðið á mótsstað í morgun og sló nokkra bolti en tilkynnti fljótlega um að hann gæti ekki tekið þátt í mótinu. Heiðra átti Clarke í dag en hann er 25. kylfingurinn á Evróputúrnum, sem spilað hefir í 500 mótum – Þetta varð endasleppt; Clarke fór bara aftur upp á hótel og flaug síðan heim Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2014 | 07:00

Golfútbúnaður: Tvöfaldur sigur Stóru Berthu!

Phil Mickelson og Pablo Larrazábal voru báðir með „Stóru Berthu“ þ.e. Callaway Big Bertha Alpha dræverinn í pokum sínum s.l. helgi, en þeir urðu í 1. og 2. sæti á móti s.l. helgi: Abu Dhabi Golf Championship Rifja má upp kynningu Golf 1 á þessari stóru undraspýtu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2014 | 21:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jack Nicklaus —— 21. janúar 2014

Það er golfgoðsögnin og Íslandsvinurinn Jack Nicklaus sem á 74 ára afmæli í dag, en Jack er fæddur 21. janúar 1940.   Golf 1 birti í fyrra 12 greinar til kynningar á þessum einum besta kylfingi allra tíma og má sjá þær með því að smella hér: Jack Nicklaus 1;   Jack Nicklaus 2;   Jack Nicklaus 3;  Jack Nicklaus 4;  Jack Nicklaus 5;  Jack Nicklaus 6;  Jack Nicklaus 7;  Jack Nicklaus 8;  Jack Nicklaus 9;  Jack Nicklaus 10;  Jack Nicklaus 11;  Jack Nicklaus 12 Já, Jack William Nicklaus er 74 ára í dag en hann fæddist í Columbus, Ohio 21. janúar 1940.  Jack Nicklaus hefir á ferli sínum sigrað 115 sinnum og er Lesa meira