Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2014 | 21:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jack Nicklaus —— 21. janúar 2014

Það er golfgoðsögnin og Íslandsvinurinn Jack Nicklaus sem á 74 ára afmæli í dag, en Jack er fæddur 21. janúar 1940.   Golf 1 birti í fyrra 12 greinar til kynningar á þessum einum besta kylfingi allra tíma og má sjá þær með því að smella hér:

Jack Nicklaus 1;   Jack Nicklaus 2;   Jack Nicklaus 3 Jack Nicklaus 4;  Jack Nicklaus 5 Jack Nicklaus 6;  Jack Nicklaus 7;  Jack Nicklaus 8;  Jack Nicklaus 9;  Jack Nicklaus 10;  Jack Nicklaus 11;  Jack Nicklaus 12

„Jackara" - Jack og eiginkona hans Barbara, sem hann elskar yfir allt í heiminum! Þau hjónin eiga 5 börn.

Já, Jack William Nicklaus er 74 ára í dag en hann fæddist í Columbus, Ohio 21. janúar 1940.  Jack Nicklaus hefir á ferli sínum sigrað 115 sinnum og er þekktastur fyrir að vera sá kylfingur sem tekist hefir að sigra á flestum risamótum eða alls 18 sinnum: (Masters: 6 sinnum: 1963, 1965, 1966, 1972, 1975 og 1986; Opna bandaríska 4 sinnum: 1962, 1967, 1972 og 1980; Opna breska 3 sinnum: 1966, 1970 og 1978 og PGA Championship 5 sinnum: 1963, 1971, 1973, 1975 og 1980). Sigrar Jack á 18 risamótum er met sem Tiger Woods rembist eins og rjúpan við staurinn að slá. Jack er fremstur í flokki þeirra sem telur að Tiger muni takast ætlunarverkið!

Í þau 115 skipti sem Jack, líka uppnefndur „Gullni Björninn“,  hefir sigrað hefir hann 73 sinnum unnið á PGA Tour og 10 sinnum á Champions Tour og  33  sinnum á öðrum mótum.

Jack og sonur hans Gary

Jack og sonur hans Gary

Jack Nicklaus hefir m.a. skrifað ævisögu sína, sem heitir því lítt frumlega en lýsandi nafni „My Story.“ …. enda hægt að skrifa heilu bókaflokkana um afrek Jack… bara á golfsviðinu.   Hér skal aðeins staldrað við eitt af lyndiseinkennum Jack en það er óhemjumikið sjálfsöryggi hans.  Það gleymist oft að þegar hann kom fyrst fram á golf-radarinn þá var hann ekkert sérlega vinsæll í Bandaríkjunum m.a. vegna þess að þar fór maður sem var ein allsherjar hótun um að steypa hinum gíflurlega vinsæla Arnold Palmer af stalli, en einvígi milli þeirra á golfvellinum eru kunnari en frá þurfi að segja. En Jack skapaði sér líka óvinsældir vegna þess að hann var allt annað en auðmjúkur og þar að auki fljótur að tjá hug sinn (sem reyndar hefir haldist til dagsins í dag). Blandið þessu síðan saman við óviðjafnanlegt sjálfsöryggi og þá er kannski skiljanlegt að hann kom oft ekki vel fyrir almenningssjónir.  Hann skrifar sjálfur um það í My Story:

„Þegar ég hugsa tilbaka til þessara hápunkta á ferli mínum sem áhugamanns… þá fell ég stundum inn í mig fyrir hversu borubrattur og drýldinn (ens.: cocky) ég hlýt að hafa komið fólki fyrir sjónir.  Til dæmis áður en ég fór frá Columbus á Opna bandaríska þá man ég eftir að segja við þjálfara minn í háskólanum, Bob Kepler: „Kep, ég spila svo vel að ég gæti allt eins sigrað þetta mót.“ Maður má hugsa á þennan hátt – maður ætti að hugsa svona fyrir mót – en maður ætti aldrei að segja þetta við neinn eða a.m.k. ekki nema við þá sem eru manni nánir t.d. foreldri eða maka. Ég gerði þetta öllum stundum og ég fer hjá mér nú þegar ég minnist þess.“

Jack er kvæntur Barböru sinni og á með henni 5 börn: Jack (1961); Steven (1963); Nancy (1965); Gary (1959) og Michael (1973).

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.:  Cindy Schreyer, 21. janúar 1963 (51 árs);  Tania Abitbol, (spænsk) 21. janúar 1965 (49 ára);  Brennan Little, 21. janúar 1970 (44 ára);  Álvaro Quirós García, 21 janúar 1983 (31 árs);  Frances Bondad, 21. janúar 1988 (26 ára); Daníela Prorokova, 21. janúar 1993 (21 árs); Magnús Þorri Sigmundsson, 21. janúar 1999 (15 ára) ….. og ……
Jonas Gudmundsson f. 21. janúar 1971 (43 ára)
Davíð Guðmundsson f. 21. janúar 1971  (42 ára)
Sigurdur Gudjonsson  f. 21. janúar  1990 (24 ára)
 
Magnús Þorri f. 21. janúar 1999 (15 ára)
 
Rósa Ólafsdóttir f. 21. janúar 1971 (43 ára)
Haraldur Bilson f. 21. janúar 1948 (66 ára)
Golf 1 óskar öllum afmæliskylfingum innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is