Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2014 | 12:00

Tiger: „Ég er ekki hættur“

Nr. 1 á heimslistanum, Tiger Woods, er nú orðinn 38 ára og er að hefja 18. keppnistímabil sitt á PGA Tour.

Á þessum árum hefir Tiger furðulega lítið breyst, golfleikur hans er sem fyrr góður og í viðtölum við blaðamenn mistalar hann sig varla – er varkár og orðvar.

„Ég ætla að halda áfram sama hver talan er, ég er stoltur af því,“ sagði Tiger um hvort aldurinn myndi ekki draga úr líkum hans á að sigra í risamótum. „Ég er ekki hættur,“ bætti hann svo við.

Nú þegar hann er að hefja 18. keppnistímabilið á PGA Tour á Farmers Insurance Open (23.-26. janúar 2014) hefir hann sigrað í 79 mótum og á aðeins eftir að sigra í 3 mótum til að jafna met Sam Snead upp á flest mót unnin á PGA Tour, en Sam Snead sigraði 82 sinnum á ferli sínum.

„Þetta er stórt,“ sagði Tiger. „Þetta er augljóslega risastórt. Að vinna svona mörg mót á vonandi færri en 20 árum, það er að meðaltali sigur í 4 mótum á ári. Mér finnst það ansi góð tölfræði.“

En stóra spurningin er alltaf hvort Tiger takist að slá við risamótameti Jack Nicklaus.

„Ég held ekki að honum muni takast að slá met Jack,“ sagði frægðarhalldarkylfingurinn Curtis Strange. „Ef hann les þetta, mun honum ekki líka við mig, en ég held bara ekki að honum muni takast þetta.“

„Spyrjið ykkur að þessu: Segjum að hann sigri í 16 eða 17 risamótum en jafni ekki við Jack, en slái við meti Sam Snead. Er hann þá besti kylfingur allra tíma?“

Skiptar skoðanir eru á þessu.  Ein þeirra er skoðun John Cook.

John Cook telur að Tiger verði ekkert að slá risamótamet Nicklaus til þess að teljast besti kylfingur allra tíma. „Fólk mun jú benda á 18 unnin risamót og það eru fín rök,“ sagði Cook „En rökin mín eru þessi: ég hef séð þá báða spila; ég hef keppt gegn þeim þegar þeir voru báðir á hápunktum ferla sinna og eins frábær og Jack var og eins frábær vinur hann er mér og lærifaðir þá var bara aldrei neinn sem sló golfbolta eins og Tiger; enginn mun nokkru sinni slá  golfbolta eins og hann (Tiger).“

Tiger sjálfum finnst að ferill hans muni verða metinn á annan hátt ef hann a.m.k. jafnar ekki met Nicklaus.

Hann (Tiger) segir: „Að vera með eins margar sigra og ég er nokkuð sem hægt er að vera stoltur af.“

Sean Foley (sveifluþjálfari Tiger) er alveg viss um að Tiger muni sigra á miklu fleiri mótum í viðbót. „Mér er sama hvað fólk hugsar. Ég hugsa eins og ég hugsa og látum fólkið bara hugsa það sem það hugsar. Fólk á rétt á skiptum skoðunum. En ég er viss um að hann mun a.m.k. jafna risamótamet Nicklaus og vinna a.m.k. 100 PGA Tour mót.“

John Cook bætir við:  „Það er jafnvægi í lífi hans (Tiger) núna. Ég held að hann hafi talið að allt væri í jafnvægi á árunum með Elínu. En augljóslega var svo ekki. Það sem ég sé nú er raunveruleg hamingja. Krakkarnir eru stór hluti lífs hans. Það hefir fært tilgang í líf hans.“

Þannig að niðurstaðan er að fólk í kringum hann telur að hann eigi góða möguleika á fleiri sigrum og það myndi verða golfarfleifð Tiger til framdráttar ef hann ynni fleiri en 82 mót á PGA Tour og þar af fleiri en 18 risamót eða a.m.k. 18 risamót!