Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2014 | 14:00

GÁS: Sigurjón endurkjörinn formaður – félagsgjald kr. 7.400,-

Aðalfundur golfklúbbs Ásatúns,var haldinn laugardaginn 18. janúar 2014 í Golfskálanum Snússu, Ásatúni.

Sigurjón Harðarson var endurkjörinn formaður, ásamt allri fráfarandi stjórn.

Fjármál Golfklúbbsins eru í góðu jafnvægi, en rekstur vallarins er með talsverðum undirballance. Er það von þeirra í GÁS að veðrið verði hagstæðara við GÁS og aðra landsmenn í sumar, þannig að hægt verði að snúa þessu við.

Ákveðið var á aðalfundi að börn yngri en 14 ára fái að spila frítt, séu þau í fylgd fullorðina.

Félagsgjald án vallargjalda verður 7.400 kr fyrir árið 2014 og verður einn 9 holu hringur innifalinn á Ásatúnsvelli.

Toppmótið er sett á 2. ágúst.þ.e. laugardaginn, Verslunarmannahelgina. Einnig verður Jónsmessumót og eitt punktamót til viðbótar.

(Innskot: Þetta er með lægstu félagsgjöldum ef ekki lægsta félagsgjald af öllum golfklúbbum á Íslandi – og frábært að gerast félagi í Golfklúbbi Ásatúns, ætli viðkomandi kylfingur sér t.a.m. aðeins að taka þátt í nokkrum mótum á árinu en félagsgjöld fyrir 4 manna fjölskyldu hér á höfðuðborgarsvæðinu er hátt á 300.000,- í sumum klúbbum og fælir marga frá golfíþróttinni.  Sigurjón og félagar í GÁS bjóða mönnum upp á þennan frábæra valkost – fyrir utan að það er að frábært að vera félagi í GÁS og eins og margoft hefir verið minnst á hér á Golf 1 ætti Ásatúnsvöllur að vera skylduspil fyrir kylfinga, en hann er með skemmtilegri 9 holu völlum landsins.)

Komast má á glæsilega heimasíðu Golfklúbbs Ásatúns með því að SMELLA HÉR: