Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2014 | 20:30

Evróputúrinn: Coetzee leiðir eftir 1. dag Qatar Masters

Mót vikunnar á Evróputúrnum er Commercial Bank Qatar Masters.

Það er Suður-Afríkumaðurinn George Coetzee, sem leiðir eftir 1. dag, spilaði á 8 undir pari, 64 höggum.

Landi hans Dawie Van Der Walt og Englendingurinn Steve Webster eru í 2. sæti á 7 undir pari, 65 höggum.

Fjórir eru í 4. sæti þ.á.m. Rafa Cabrera Bello frá Gran Kanaría, en allir eru þessir 4 á 6 undir pari, 66 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Commercial Bank Qatar Masters SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags Commercial Bank Qatar Masters SMELLIÐ HÉR: