Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2014 | 10:30

Matt Kuchar tekur fjölskylduna með

Bandaríski kylfingurinn Matt Kuchar er nr. 8 á heimslistanum.

„Líf hans er eitt allsherjar ferðalag,“ segir vinur Matt Kuchar, Gary Woodland, en Guði sé lof er hann ekki einn á því ferðalagi. Með honum í för, hvert sem hann fer eru eiginkona hans Sybi og synir hans Cameron, 6 ára og Carson, 4 ára. Saman hafa þau ferðast í ystu kima veraldarinnar, allsstaðar þangað sem mót PGA mótaraðarinnar eru haldin.

„Það er gaman að hafa fólk til að deila reynslu sinni með,“ sagði Kuchar. „Ef maður vinnur golfmót, þá vill maður hafa konuna sína og krakkana hlaupandi á flötina til þess að samfagna. Það væri fúll endir á sunnudeginum að fá verðlaunabikarinn og vera einn.“

Kuchar þarf ekkert að hafa áhyggjur. Sybi hefir verið sálu- og ferðafélagi hans allt frá því þau kynntust í Georgia Tech einhvern tímann í kringum 1990.  Viðbæturnar Cameron, sem fæddist 2007 og Carson (f. 2009) hafa bara fullkomnað Kuchar-kvartettinn.

Kuchar finnst engin tilviljun að leikur hans sé góður og þakkar það fjölskyldunni.  Allt frá því þau hjónin tóku ákvörðun um að ferðast út um allt saman á árinu 2010, þá hefir Kuch aðeins 6 sinnum ekki komist í gegnum niðurskurð af 97 PGA mótum sem hann hefir tekið þátt í.

Þar af hefir hann sigrað á 4 mótum orðið 5 sinnum í 2. sæti og verið 39 sinnum meðal efstu 10…. og svo hefir hann rakað saman  $19 milljóni í verðlaunafé.