Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2014 | 10:00

Sólskinstúrinn: Fyrstu suður-afrísku tvíburarnir í golfatvinnumennsku

Ef Louis Taylor og tvíburabróðir hans Eddie komast báðir í gegnum úrtökumót, sem fram fer þessa viku, til þess að spila á Sólskinstúrnum, en úrtökumótið fer fram í  Bloemfontein golfklúbbnum og  Schoeman Park golfklúbbnum, þá munu þeir verða fyrstu suður-afrísku tvíburnarnir í golfatvinnumennsku.

Louis hefir þegar vakið athygli á sér en hann hlaut Freddie Tait Cup fyrir að vera efstur áhugamanna í Opna suður-afríska meistaramótinu (ens. South African Open Championship) s.l. nóvember og var þá eini áhugamaðurinn til þess að ná niðurskurði. Hann lék á samtals 1 yfir pari, 289 höggum og var með lokahring upp á 78; en í mótinu vann Daninn  Morten Örum Madsen

„Ég er svo þakklátur að suður-afríska golfsambandið veitti mér tækifæri til að taka þátt í slíku móti,“ sagði Louis Taylor m.a.

 „Ég vildi sjá hvernig mót sem SA Open færi fram.  Þetta var fyrsta almennilega atvinnumannamótið mitt og ég vildi sjá hvernig atvinnumennirnir bæru sig að og á sama tíma bara spila mitt golf.“

„Eftir að spila á SA Open veit ég að þetta er stórt skref úr áhugamennskunni. Maður getur séð hvern lið og skipulagið er svo pró. Ég er ánægður að hafa upplifað það, séð og fengið sýn á hvað verður. Það var gaman að vera þarna með öllum frábæru kylfingunum.“

Taylor tvíburarnir fæddust í Harrismith og voru síðan í Hilton menntaskólanum í  KwaZulu-Natal. Í fyrstu voru þeir báðir í krikketliði menntaskólans og síðan sköruðu þeir líka fram í krikket og voru m.a. í U-19 ára liði  KwaZulu-Natal.

 Þrátt fyrir velgengni í krikket og hokkí sneru bræðurnir sér að golfi eftir útskrift og fluttust til Gauteng þar sem þeir fóru í the Gary Player Golf School of Excellence. Í dag eru þeir 22 ára og í Johannesburg Country Club og eru taldir meðal fremstu áhugamanna Suður-Afríku í golfi.

Louis also had a runner-up finish at the IGT Race to Q-School at Kempton Park, where he lost to Eddie (left).

Louis varð í 2. sæti í  IGT Race to Q-School í Kempton Park, þar sem hann tapaði fyrir tvíburabróður sínum Eddie.

„Ég held að það sé kominn tími á að ég gerist atvinnumaður,“ sagði hann (Louis). „Ég veit að það verður erfitt og eins og Sólskinstúrinn er, þá veit maður að þetta verður erfitt ár hjá öllum sem komast gegnum úrtökumótið á Sólskinstúrinn; maður verður bara að bíða eftir að fá tækifærið sitt. Ef það gerist fljótlega á árinu, þá er það frábært, en ef ekki verður maður bara að þrauka.“

Þetta verður erfitt fyrir Louis en hann var á 5 yfir pari, 77 höggum fyrsta dag í úrtökumótinu, en Eddie gekk svolitlu betur er á 1 yfir pari, 73 höggum.