Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2014 | 09:30

Clarke dregur sig úr Qatar Masters

Darren Clarke tilkynnti í dag að hann muni ekki taka þátt í móti vikunnar á Evróputúrnum: Qatar Masters.

Það eru meiðsl fyrir bringu og í brjósti sem urðu til þess að Darren Clarke dró sig úr Qatar Masters, en hann meiddist við æfingu  á æfingasvæði Doha golfklúbbsins, eftir Pro-Am hluta mótsins í gær.

Clarke kom á æfingasvæðið á mótsstað í morgun og sló nokkra bolti en tilkynnti fljótlega um að hann gæti ekki tekið þátt í mótinu.

Heiðra átti Clarke í dag en hann er 25. kylfingurinn á Evróputúrnum, sem spilað hefir í 500 mótum – Þetta varð endasleppt; Clarke fór bara aftur upp á hótel og flaug síðan heim til Írlands.

„Það voru vonbrigði að Darren varð að draga sig úr mótinu vegna þess að við höfðum hlakkað til að verðlauna hann fyrir 500. mótið sem hann spilar í og átti smá athöfn að fara fram áður en hann tíaði upp í morgun,“ sagði mótsstjórinn David Probyn.

„Það verður bara að bíða eftir að Darren keppir næst í móti Evrópumótaraðarinnar.“

Það verður á Masters í Augusta National 10. apríl, en Clarke spilar á undanþágu í 3. sinn af 5 skipta undanþágu til að spila í mótinu vegna þess að hann sigraði á Opna breska 2011.

Næsta mót sem Darren Clarke err hins vegar skráður í er Northern Trust Open, en það hefst 13. febrúar n.k. í Los Angeles.