Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2014 | 21:00

Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ——— 23. janúar 2014

Afmæliskylfingur dagsins í dag er taíwanski kylfingurinn og 5-faldur sigurvegari risamóta, Yani Tseng (á kínversku: 曾雅妮).  Yani fæddist 23. janúar 1989 í Gueishan, Taoyuan í Taíwan og er því 25 ára í dag.  Golf 1 hefir áður kynnt afmæliskylfinginn Yani, sem sjá má með því að smella hér: YANI TSENG Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Soffía Margrét Hafþórsdóttir  42 ára afmæli! Valgeir Guðjónsson 62 ára afmæli! Golf 1 óskar afmæliskylfingum dagsins innilega til hamingju með daginn! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2014 | 20:15

GR: Svanhildur Sigurðar og Sigríður M Kristjánsdóttir í efstu sætum eftir 2. púttmót GR-kvenna 2014

Það var frábær mæting á annað púttkvöld GR kvenna 2014. Ríflega 110 konur mættu og það virtist engu skipta hvort Ísland væri að keppa við Dani eða ekki, konur mæta og eru með, því þær eru félagsverur og hafa gaman af því að vera saman… og pútta. Völlurinn velgdi sumum dálítið undir uggum, undarleg brot voru í einhverjum brautum sem og erfiðar holustaðsetningar, sem skuldinni verður skellt á, en umfram allt er aðalmálið að mæta og hafa gaman af, spjalla og spá og eignast golfvinkonur. Skorið var mjög flott, mjótt er á munum á efstu konum. Svanhildur Sigurðar og Sigríður M Kristjánsdóttir skutust upp í efstu sætin að loknu þessu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2014 | 19:30

Hvaleyrin besti golfvöllur á Íslandi

Hvaleyrarvöllur Golfklúbbsins Keilis hefir nú 3. árið í röð verið valinn besti golfvöllur á Íslandi skv. breska golfvefnum topp100golfcourses@co.uk Nú í ár, 2014, munaði minnstu að hann lenti aftur á meðal topp-100 golfvalla Evrópu, líkt og hann gerði árið 2012. Golfvefurinn hefir valið 10 bestu velli á Íslandi og má sjá mat þeirra með því að SMELLA HÉR:  Hér má sjá röð bestu golfvalla á Íslandi skv. topp100golfcourses@co.uk: 1. sæti Hvaleyrarvöllur (GK) 2. sæti Grafarholtsvöllur (GR) 3. sæti Garðavöllur (GL) 4. sæti Hólmsvöllur í Leiru (GS) 5. sæti Urriðavöllur (GO) 6. sæti Vestmannaeyjavöllur (GV) 7. sæti Korpa (GR) 8. sæti Þorlákshafnarvöllur (GÞ) 9. sæti Kiðjabergsvöllur (GKB) 10. sæti Jaðarsvöllur (GA)

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2014 | 19:00

Evróputúrinn: Rafa leiðir í hálfleik í Qatar

Mót vikunnar á Evróputúrnum er Commercial Bank Qatar Masters. Það er Rafa Cabrera Bello frá Kanaríeyjum sem leiðir í hálfleik  á 13 undir pari, 133 höggum (66 65). Tveimur höggum á eftir forystumanninum er forystumaður gærdagsins George Coetzee frá Suður-Afríku (64 69). Þriðja sætinu deila síðan Steve Webster og Matthew Baldwin frá Englandi og Svíinn Johan Carlson á samtals 10 undir pari hver, 3 höggum á eftir Rafa. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Commercial Bank Qatar Masters SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 2. dags Commercial Bank Qatar Masters SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2014 | 12:00

GK: Þorrablót Keilis á morgun

Þá er komið að árlega Þorrablóti Keilis. Að sjálfsögðu verður það haldið á Bóndadaginn 24. janúar eins og hefð er fyrir í Keili. Húsið opnar klukkan 19:30 og verður boðið uppá ískalt brennivín og hákarl í startið. Fyrir ykkur sem viljið ekki Þorramatinn þá verður pottréttur, þannig að enginn á að svelta. Blótsjóri verður enginn annar enn nýkrýndur forseti GSÍ Haukur Örn Birgisson. Einnig til að halda uppi stuðinu kemur í heimsókn Eyjólfur Kristjánsson stórgolfari og Evrovisonfari. Síðustu ár hefur verið fullt á kvöldið, ekki bíða með að tryggja þér miða. Miðaverð einungis 4500 krónur.

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2014 | 10:30

LPGA: Ko hefur leik á Bahamas í dag

Hin 16 ára Lydia Ko tíar upp á morgun á Paradise Island í Bahamas, en þá hefst 1 mótið af 32 á mótaskrá LPGA fyrir keppnistímabilið 2014. Þetta er fyrsta mótið sem Ko spilar í eftir að hún sleit samstarfi við þjálfara sinn til margra ára Guy Wilson frá Nýja-Sjálandi og skrifaði undir samning við umboðsskrifstofuna IMG og verður framvegis hjá David Leadbetter Academy í Bandaríkjunum. Ko sigraði í aðeins 2. mótinu sem hún tók þátt í sem atvinnumaður á LPGA þ.e. í Taíwan á síðasta ári og þetta er fyrsta fulla keppnistímabil hennar á LPGA …. jafnvel þó hún snúi aftur til Nýja-Sjálands síðar í mánuðnum þar sem hún mun Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2014 | 08:00

GK: Þórdís heldur forystunni eftir 2. púttmót Keiliskvenna

Mæting á annað púttmót ársins 2014 hjá Keiliskonum var góð eftir aðstæðum. 24 konur mættu til leiks og vann Þórdís Geirsdóttir sannfærandi sigur með 26 púttum, þar af var hún með 10 ása. Efstu 5 sætin eftir 2. púttmótið voru skipuð á eftirfarandi hátt: 1. Þórdís Geirs 26 2-3 Ólöf Baldurs 29 2-3 Anna Snædís Sigmars 29 4. Guðrún Einars 30 5-9 Lovísa, Silja Rún, Elín, Herdís og Guðbjörg 31 Úrslitin eftir fyrstu tvö mótin eru eftirfarandi: 1. Þórdís 54 2. Ólöf 61 3. Lovísa 62 4. Birna 62 5. Guðrún Bjarna 63 Nóg af stigum í pottinum og hvetur kvennanefnd Keilis konur til þess að koma á æsispennandi mót Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2014 | 07:30

Léleg afsökun Sergio Garcia

The Guardian skrifar ágætis grein sem ber fyrirsögnina: „Sergio García’s lame excuse shows lack of respect for European Tour“  (lausleg ísl. þýðing: „Léleg afsökun Sergio Garcia er virðingarleysi við Evrópumótaröðina.“ Greinin fjallar um ástæður þess að Garcia neitaði að taka þátt í Final Series mótum Evrópumótaraðarinnar, þ.e. nokkrum lokamótum mótaraðarinnar í Kína og Tyrklandi, en þátttaka í þeim er skylduþátttaka ætli efstu 60 kylfingar að fá að taka þátt í lokamótinu í Dubai. Sergio Garcia bar fyrir sig að „hann væri of þreyttur,“ vegna mikils álags allt árið á mótum. Nú fæst hátt verðlaunafé, sem er í mótum Final Series einungis vegna þess að túrinn lofar að stjörnur hans mæti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2014 | 06:45

Erfiður 2. dagur hjá Ólafi Birni á úrtökumótinu í Flórída

Ólafur Björn Loftsson, NK,  lék 2. hring sinn á úrtökumótinu fyrir Latino América NEC Series í gær. Ólafur Björn lék á 8 yfir pari, 80 höggum á Deere Run golfvelli  Sun N´ Lake Golf Club í Sebring, Flórída; hann fékk 1 fugl (á 18. braut); 7 skolla og 1 skramba.  Skrambinn kom á par-5 14 holuna, líkt og á deginum áður og virðist Ólafur Björn því eiga í vandræðum með þessa árans holu.  Hann sýndi þó karakter að fá fugl á síðustu holu eftir allar hremmingarnar á hringnum þar á undan og vonandi er lokaholan forboði um það sem er vændum er! Samtals er Ólafur Björn búinn að spila á 12 yfir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2014 | 21:00

Þórður Rafn náði ekki niðurskurði

Þórður Rafn Gissurarson, GR, tók þátt í Sueno Dunes Classic mótinu í Tyrklandi, en mótið er hluti af þýsku Pro Golf mótaröðinni. Því miður átti Þórður Rafn ekki sinn besta dag í dag; hann lék á 5 yfir pari, 74 höggum og náði ekki niðurskurði. Á hringnum í dag fékk Þórður Rafn 2 fugla, 5 skolla og 1 skramba. Samtals lék Þórður Rafn á 8 yfir pari, 146 höggum (72 74) og hafnaði jafn öðrum í 49. sæti af 84 þátttakendum. Til þess að sjá stöðuna í mótinu eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: