Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2014 | 19:00

Evróputúrinn: Rafa leiðir í hálfleik í Qatar

Mót vikunnar á Evróputúrnum er Commercial Bank Qatar Masters.

Það er Rafa Cabrera Bello frá Kanaríeyjum sem leiðir í hálfleik  á 13 undir pari, 133 höggum (66 65).

Tveimur höggum á eftir forystumanninum er forystumaður gærdagsins George Coetzee frá Suður-Afríku (64 69).

Þriðja sætinu deila síðan Steve Webster og Matthew Baldwin frá Englandi og Svíinn Johan Carlson á samtals 10 undir pari hver, 3 höggum á eftir Rafa.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Commercial Bank Qatar Masters SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags Commercial Bank Qatar Masters SMELLIÐ HÉR: