Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2014 | 20:15

GR: Svanhildur Sigurðar og Sigríður M Kristjánsdóttir í efstu sætum eftir 2. púttmót GR-kvenna 2014

Það var frábær mæting á annað púttkvöld GR kvenna 2014. Ríflega 110 konur mættu og það virtist engu skipta hvort Ísland væri að keppa við Dani eða ekki, konur mæta og eru með, því þær eru félagsverur og hafa gaman af því að vera saman… og pútta.

Völlurinn velgdi sumum dálítið undir uggum, undarleg brot voru í einhverjum brautum sem og erfiðar holustaðsetningar, sem skuldinni verður skellt á, en umfram allt er aðalmálið að mæta og hafa gaman af, spjalla og spá og eignast golfvinkonur.

Skorið var mjög flott, mjótt er á munum á efstu konum. Svanhildur Sigurðar og Sigríður M Kristjánsdóttir skutust upp í efstu sætin að loknu þessu öðru púttkvöldi GR kvenna, en stutt er í þær sem á eftir koma.

Næsta púttkvöld verður á miðvikudag eftir viku og hlakkar kvennanefndin til að sjá sem flestar og minnt er á að húsið opnar kl. 18.30.

Fyrir þær sem ekki hafa greitt þá kostar 3000 kr að taka þátt í mótaröðinni. Kvennanefndin er ekki með posa og biður GR-konur vinsamlegast um að  taka með seðla.

Meðfylgjandi er skorið að loknum tveimur púttkvöldum hjá GR-konum:  SMELLIÐ HÉR: