Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2014 | 19:30

Hvaleyrin besti golfvöllur á Íslandi

Hvaleyrarvöllur Golfklúbbsins Keilis hefir nú 3. árið í röð verið valinn besti golfvöllur á Íslandi skv. breska golfvefnum topp100golfcourses@co.uk

Nú í ár, 2014, munaði minnstu að hann lenti aftur á meðal topp-100 golfvalla Evrópu, líkt og hann gerði árið 2012.

Golfvefurinn hefir valið 10 bestu velli á Íslandi og má sjá mat þeirra með því að SMELLA HÉR: 

Hér má sjá röð bestu golfvalla á Íslandi skv. topp100golfcourses@co.uk:

1. sæti Hvaleyrarvöllur (GK)

2. sæti Grafarholtsvöllur (GR)

3. sæti Garðavöllur (GL)

4. sæti Hólmsvöllur í Leiru (GS)

5. sæti Urriðavöllur (GO)

6. sæti Vestmannaeyjavöllur (GV)

7. sæti Korpa (GR)

8. sæti Þorlákshafnarvöllur (GÞ)

9. sæti Kiðjabergsvöllur (GKB)

10. sæti Jaðarsvöllur (GA)