
Erfiður 2. dagur hjá Ólafi Birni á úrtökumótinu í Flórída
Ólafur Björn Loftsson, NK, lék 2. hring sinn á úrtökumótinu fyrir Latino América NEC Series í gær.
Ólafur Björn lék á 8 yfir pari, 80 höggum á Deere Run golfvelli Sun N´ Lake Golf Club í Sebring, Flórída; hann fékk 1 fugl (á 18. braut); 7 skolla og 1 skramba. Skrambinn kom á par-5 14 holuna, líkt og á deginum áður og virðist Ólafur Björn því eiga í vandræðum með þessa árans holu. Hann sýndi þó karakter að fá fugl á síðustu holu eftir allar hremmingarnar á hringnum þar á undan og vonandi er lokaholan forboði um það sem er vændum er!
Samtals er Ólafur Björn búinn að spila á 12 yfir pari, 156 höggum (76 80) og ljóst að mótið er ekki alveg að fara eins og hann ætlaði sér.
Ólafur Björn er í 110. sæti af 127 þátttakendum úrtökumótsins eftir 2. dag. Tveir hringir eru eftir.
Á facebook síðu sína skrifaði Ólafur Björn:
„Annar erfiður dagur að baki hér á úrtökumótinu í Flórída. Lék á 80 (+8) höggum við afar erfiðar aðstæður. Í stað þess að telja upp allt sem úrskeiðis fór í dag ætla ég að gleyma þessum hring og einblína á þann næsta. Ég mun alls ekki leggja árar í bát heldur halda áfram að berjast á fullu og endurheimta sjálfstraustið.“
Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag úrtökumótsins í Sebring SMELLIÐ HÉR:
- júní. 30. 2022 | 14:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lék á +2 á Italian Challenge Open á 1. degi
- júní. 29. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Egill Ragnar Gunnarsson – 29. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 12:00 GK: Þórdís Geirs fékk ás í Bergvíkinni!!!
- júní. 27. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: David Leadbetter – 27. júní 2022
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi