Þórdís Geirdsdóttir, klúbbmeistari kvenna í GK 2013 og 2016 og Íslandsmeistari 50+ 2016. Verður hún líka Íslandsmeistari 35+???
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2014 | 08:00

GK: Þórdís heldur forystunni eftir 2. púttmót Keiliskvenna

Mæting á annað púttmót ársins 2014 hjá Keiliskonum var góð eftir aðstæðum. 24 konur mættu til leiks og vann Þórdís Geirsdóttir sannfærandi sigur með 26 púttum, þar af var hún með 10 ása.

Efstu 5 sætin eftir 2. púttmótið voru skipuð á eftirfarandi hátt:
1. Þórdís Geirs 26
2-3 Ólöf Baldurs 29
2-3 Anna Snædís Sigmars 29
4. Guðrún Einars 30
5-9 Lovísa, Silja Rún, Elín, Herdís og Guðbjörg 31

Úrslitin eftir fyrstu tvö mótin eru eftirfarandi:
1. Þórdís 54
2. Ólöf 61
3. Lovísa 62
4. Birna 62
5. Guðrún Bjarna 63

Nóg af stigum í pottinum og hvetur kvennanefnd Keilis konur til þess að koma á æsispennandi mót næsta miðvikudagskvöld, 29. janúar n.k.