Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2014 | 21:00

Þórður Rafn náði ekki niðurskurði

Þórður Rafn Gissurarson, GR, tók þátt í Sueno Dunes Classic mótinu í Tyrklandi, en mótið er hluti af þýsku Pro Golf mótaröðinni.

Því miður átti Þórður Rafn ekki sinn besta dag í dag; hann lék á 5 yfir pari, 74 höggum og náði ekki niðurskurði.

Á hringnum í dag fékk Þórður Rafn 2 fugla, 5 skolla og 1 skramba.

Samtals lék Þórður Rafn á 8 yfir pari, 146 höggum (72 74) og hafnaði jafn öðrum í 49. sæti af 84 þátttakendum.

Til þess að sjá stöðuna í mótinu eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: