Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2014 | 21:00

Ólafur Björn með góðan lokahring í Flórída

Ólafur Björn Loftsson, NK, átti annan góðan hring í dag, en þetta var síðasti dagur úrtökumótsins fyrir Latino América NEC Series. Ólafur Björn endurtók leikinn frá því deginum áður, þ.e. lék á 2 undir pari, 70 höggum, á Deere Run golfvelli  Sun N´ Lake Golf Club, í Sebring, Flórída. Hann fékk 5 fugla og 3 skolla og hefði verið óskandi að hann hefði spilað alla 4 daga úrtökumótsins svona, þá er ekki sökum að spyrja hann hefði verið í einu toppsætanna í mótinu…. þar sem hann á heima!!! Samtals lék Ólafur Björn á 8 undir pari, 296 höggum (76 80 70 70). Sem stendur er Ólafur Björn í 56. sæti af Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2014 | 13:00

Alex Salmond forsætisráðherra Skotlands gagnrýndur fyrir of háa Ryder Cup hótelreikninga

Alex Salmond, forsætisráðherra Skota, er maður með ákveðnar skoðanir á ýmsu tengdu golfi.  M.a. er hann ötull talsmaður að konur eigi að eiga rétt á við karla að ganga í hvaða golfklúbb sem er.  Golfklúbbar ættu að hans mati að gæta jafnræðis hvað þetta atriði snertir. Hann mætti m.a. ekki á Opna breska s.l. sumar á Muirfield í mótmælaskyni, þar sem klúbburinn leyfir konum ekki að gerast félagar í klúbbnum, einn fjölmargra klúbba Skotlands, sem enn halda í þessa fornfálegu reglu. Það nýjasta varðandi Alex Salmond er að hann sætir gagnrýni í skoska þinginu af hálfu Johanns nokkurs Lamont verkalýðsforingja, fyrir að hafa gist í hóteli í Bandaríkjunum (The Peninsula í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2014 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jóhanna Dröfn Kristinsdóttir – 24. janúar 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Jóhanna Dröfn Kristinsdóttir, GO. Hún fæddist 24. janúar 1962. Jóhanna Dröfn hefir átt fast sæti fyrir hönd Golfklúbbsins Odds í kvennasveit GO og hefir tekið þátt í mörgum sveitakeppnum GSÍ á undanförnum árum, var m.a. í sveit GO sem vann 2. deild kvenna 2005.  Af mörgu er að taka í golfferli Jóhönnu Dröfn en hún hefir sigrað í mörgum opnum mótum vann m.a. ára-mót GO 2009.  Jóhanna Dröfn hefir setið stjórn í GO. Jóhanna er dóttir Kristins Sigurpáls Kristjánssonar og á eina dóttur Lilju Valþórsdóttur. Eins er Jóhanna Dröfn systir Dóru Kristínar í GHD. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Kim Saiki Maloney, 24. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2014 | 10:00

1 árs giftingarafmæli Morgan Pressel

Bandaríski LPGA kylfingurinn Morgan Pressel giftist fyrir ári síðan Andrew Bush. Giftingin fór fram í Palm Beach í Flórída og stóð veislan í 3 daga. Sjá má myndir frá giftingu Pressel og Bush með  því að  SMELLA HÉR:  Smellið endilega á „Read More“ en þá opnast á PDF skjal frá tímaritinu glæsilega um brúðkaup insideweddings.com en þar eru gullfallegar myndir frá þessum besta degi í lífi Pressel. Hér að neðan má sjá kynningu greinarhöfundar á Morgan Pressel, sem iGolf birti með góðfúslegu leyfi greinarhöfundar á afmælisdegi Pressel 23. maí 2010: „Bandaríski kylfingurinn Morgan Pressel er fædd 23. maí 1988 og er því 22 ára í dag. (INNSKOT: Ath!!! Greinin er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2014 | 09:30

Áströlsk golffrímerki

Ástralir eru mikil golfþjóð. Því liggur það nærri að á frímerkjum þeirra séu myndir sem tengjast golfíþróttinni  – sú sem hér fylgir hér að ofan er útgefin fyrir 25 árum – 1989. Spurning hvenær við fáum íslensk golffrímerki? Golfíþróttin er nú einu sinni 2. vinsælasta íþróttagrein á Íslandi! Hér að neðan má sjá fleiri áströlsk golffrímerki og eru golffyrirmyndirnar: golfskór, golfgripið, forsetabikarinn og golfbolti og kylfur:

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2014 | 09:00

GSÍ: Árleg endurskoðun forgjafar

Í upphafi hvers árs eiga klúbbar að framkvæma árlega endurskoðun forgjafar hjá öllum klúbbfélögum. Hér að neðan eru svör við nokkrum algengum spurningum sem kunna að vakna. Hvaða forgjafir verða endurskoðaðar? Í þessari árlegu endurskoðun verða bara virkar forgjafir notaðar (lágmark fjögur gild skor á síðasta ári), og byggja skal á minnst átta forgjafarhringjum yfir tveggja ára tímabil. Forgjafir sem ekki fá endurskoðun eru þær sem eru óvirkar, þ.e.a.s. þrjú gild skor eða færri á síðasta ári. Ekki verður átt við forgjafir frá 36 til 54. Síðan hvenær var farið að endurskoða forgjafir kylfinga árlega? Alveg síðan 1928 hefur árleg endurskoðun forgjafar verið hluti af Evrópska forgjafarkerfinu. En fram til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2014 | 08:30

LPGA: Ko og Lee efstar e. 1. dag á Bahamas

Það er hin 16 ára Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi, sem leiðir eftir 1. dag á Pure-Silk Bahamas LPGA Classic mótinu, sem hófst í gær á golfvelli Ocean Club á Paradise Island, á Bahamas-eyjum. Hún deilir 1. sætinu með Meenu Lee frá Suður-Kóreu, en þær báðar léku á 5 undir pari, 68 höggum. „Ég hélt að ég væri að spila miklu betur en skorið sagði til um,“ sagði Ko eftir glæsihringinn. „Ég var á 3 undir pari um miðju hringsins en hélt að ég væri að spila mun betur.“ Þriðja sætinu aðeins 1 höggi á eftir forystukonunum deila hvorki fleiri né færri en 10 kylfingar, þ.á.m. fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, Stacy Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2014 | 08:00

PGA: Cink leiðir e.1. dag Farmers

Í gær hófst á Torrey Pines í La Jolla, Kaliforníu, Farmers Insurance Open. Eftir 1. dag leiðir bandaríski kylfingurinn og sigurvegari Opna breska 2009, Stewart Cink. Cink lék 1. hring á 8 undir pari, 64 höggum. Í 2. sæti er Gary Woodland, 1 höggi á eftir þ.e. á  7 undir pari, 65 höggum. Þriðja sætinu deila 4 kylfingar á 66 höggum:  Jason Day, Tyrone Van Aswegen, Jim Herman og Marc Leishman. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2014 | 22:00

Ólafur Björn með örn og á fínu skori á 3. degi í Flórída

Loksins sýndi Ólafur Björn Loftsson, NK sitt rétta andlit í dag á 3. hring úrtökumótsins fyrir Latino América NEC Series. Hann átti fínan hring á Deere Run golfvelli  Sun N´ Lake Golf Club í Sebring, Flórída. Ólafur Björn spilaði á 2 undir pari, 70 höggum; fékk glæsiörn (á 10. holu), 2 fugla og 2 skolla og spilaði loks par-5 14. holuna á pari, en undanfarna daga hefir sú hola reynst honum dýrkeypt og hann fengið skramba á hana, báða fyrstu keppnisdagana. Samtals er Ólafur Björn búinn að spila á 10 yfir pari, 226 höggum (76 80 70) og eins og sést er 10 högga sveifla milli 2. og 3. dags hjá Ólafi Birni. Hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2014 | 21:15

GS: Kinga – 10 ára – efst á 3. púttmótinu í fl. 18 ára og yngri!

Í Keflavík líkt og í öðrum bæjum um allt land fer fram púttkeppni hjá GS. Keppt er í 3 flokkum: 18 ára og yngri, þeim sem eru með 10 og undir í forgjöf og þeim sem eru með 10 og yfir í forgjöf.  Nokkuð sérstakt er að sú sem varð í 1. sæti í flokknum 18 ára og yngri er hin 10 ára Kinga Korpak! Glæsilegt hjá Kingu!!! Hér eru úrslit úr 3. púttmóti GS: 18.ára og yngri: 1. sæti Kinga Korpak 46.högg 2. sæti Birkir Orri 65.högg 3. sæti Geirmundur Eiríksson 66.högg Flokkur 10 og yfir: 1. sæti Sigfús Sigfússon 62.högg 2. sæti Ævar Finsson 69.högg 3. sæti Guðríður Lesa meira