Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2014 | 08:00

PGA: Cink leiðir e.1. dag Farmers

Í gær hófst á Torrey Pines í La Jolla, Kaliforníu, Farmers Insurance Open.

Eftir 1. dag leiðir bandaríski kylfingurinn og sigurvegari Opna breska 2009, Stewart Cink.

Cink lék 1. hring á 8 undir pari, 64 höggum.

Í 2. sæti er Gary Woodland, 1 höggi á eftir þ.e. á  7 undir pari, 65 höggum.

Þriðja sætinu deila 4 kylfingar á 66 höggum:  Jason Day, Tyrone Van Aswegen, Jim Herman og Marc Leishman.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 1. dags Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR: