
Alex Salmond forsætisráðherra Skotlands gagnrýndur fyrir of háa Ryder Cup hótelreikninga
Alex Salmond, forsætisráðherra Skota, er maður með ákveðnar skoðanir á ýmsu tengdu golfi. M.a. er hann ötull talsmaður að konur eigi að eiga rétt á við karla að ganga í hvaða golfklúbb sem er. Golfklúbbar ættu að hans mati að gæta jafnræðis hvað þetta atriði snertir. Hann mætti m.a. ekki á Opna breska s.l. sumar á Muirfield í mótmælaskyni, þar sem klúbburinn leyfir konum ekki að gerast félagar í klúbbnum, einn fjölmargra klúbba Skotlands, sem enn halda í þessa fornfálegu reglu.
Það nýjasta varðandi Alex Salmond er að hann sætir gagnrýni í skoska þinginu af hálfu Johanns nokkurs Lamont verkalýðsforingja, fyrir að hafa gist í hóteli í Bandaríkjunum (The Peninsula í Chicago), þar sem nóttin kostaði $ 2.000,- (þ.e. u.þ.b. 240.000 íslenskar krónur nóttin). Eru Skotar nískir eða hvað?
Segir m.a. um hótelið að þar gisti stjörnur á borð við kylfinginn Justin Bieber og Beyoncé og sagði Lamont að „almenningur í Skotlandi myndi hrylla við hvernig forsætisráðherrann lifði á þeirra kostnað.“
Salmond var í 17 manna skoskri nefnd sem fór á Ryder Cup í Medinah í Chicago, 2012 og sagði Lamont að öll nefndin hefði gist á mun ódýrari hóteli, en forsætisráðherrann. Tilgangurinn var m.a. að kynna Skotland sem golfáfangastað og Ryder keppnina, sem fram mun fara í ár á Gleneagles.
Salmond svaraði því til að ferðin hefði hvað sig snerti ekki bara snúist um Ryder Cup, heldur hefði hann tekið þátt í allskyns fundum til þess að laða fjárfesta til Skotlands.
Síðan sagði Salmond: „Hvað snertir fjárfestingar í Skotlandi þá var ferðin 10 milljón punda virði og skapaði störf í mörgum landshlutum Skotlands.“ Umræður, sem hann hefði t.d. staðið í, í ferðinni um olíu- og gasleit undan ströndum Skotlands, hefði einnig skilað sér í fleiri störfum fyrir Skota.
„Ástæðan fyrir því að þessi stjórn er við völd er vegna þess að við einbeitum okkur að því sem máli skiptir fyrir almenning í Skotlandi,“ sagði Salmond. „Það er atvinnuuppbygging og vöxtur – en ekki þetta fáránlega fánýti (ens. ridiculous frippery) sem við fáum að heyra í Johann Lamont.“
- júní. 30. 2022 | 14:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lék á +2 á Italian Challenge Open á 1. degi
- júní. 29. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Egill Ragnar Gunnarsson – 29. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 12:00 GK: Þórdís Geirs fékk ás í Bergvíkinni!!!
- júní. 27. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: David Leadbetter – 27. júní 2022
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi