Ólafur Björn Loftsson, NK. Foto gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2014 | 21:00

Ólafur Björn með góðan lokahring í Flórída

Ólafur Björn Loftsson, NK, átti annan góðan hring í dag, en þetta var síðasti dagur úrtökumótsins fyrir Latino América NEC Series.

Ólafur Björn endurtók leikinn frá því deginum áður, þ.e. lék á 2 undir pari, 70 höggum, á Deere Run golfvelli  Sun N´ Lake Golf Club, í Sebring, Flórída.

Hann fékk 5 fugla og 3 skolla og hefði verið óskandi að hann hefði spilað alla 4 daga úrtökumótsins svona, þá er ekki sökum að spyrja hann hefði verið í einu toppsætanna í mótinu…. þar sem hann á heima!!!

Samtals lék Ólafur Björn á 8 undir pari, 296 höggum (76 80 70 70).

Sem stendur er Ólafur Björn í 56. sæti af 123 þátttakendum, en nokkrir eiga eftir að ljúka keppni og gæti þessi sætistala hans því enn breyst eftir því sem líður á kvöldið.

Til þess að sjá lokastöðu úrtökumótsins í Sebring SMELLIÐ HÉR: